Höfði er eitt þeirra húsa í Reykjavík sem erlendir ferðamenn skoða og ljósmynda og nú má búast við að frægð þess eigi enn eftir að aukast, því Hollywood undirbýr kvikmynd um fundinn. Leikarinn heimsfrægi Michael Douglas hefur fallist á að leika Ronald Reagan og Cristoph Waltz að leika Gorbatsjof. Þá hefur komið fram að Baltasar Kormákur hafi verið beðinn um að leikstýra myndinni.
Ridley Scott verður framleiðandi myndarinnar ásamt Ken Adelman, höfundi nýútkominnar bókar um fundinn, sem í fyrirlestri í síðasta mánuði skýrði frá samtali við Michael Douglas, þar sem leikarinn lýsti miklum áhuga á að fá að leika Reagan.
„Kvikmyndin verður gerð í haust og sýnd á næsta ári,” sagði Ken Adelman.
Síðan þessi orð féllu hefur það gerst að framleiðendur myndarinnar komu í Höfða fyrir hálfum mánuði, ásamt Baltasar, og óskuðu eftir að húsið yrði tekið frá í heilan mánuð, í apríl í vor, fyrir bæði úti- og innitökur.

Það hefur orðið fórnarlamb furðulegrar togstreitu en það var fjarlægt af veggnum skömmu eftir að Reykjavíkurlistinn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur náði völdum. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur, meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar lét svo taka það niður á síðasta kjörtímabili og núna hangir önnur mynd á veggnum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í kvöld.
Höfði er friðlýst hús en aðeins að ytra borði. Spyrja má hvort þörf sé á að útvíkka þessa friðun þannig að gestir fái að sjá fundarherbergið eins og það var þegar þeir Reagan og Gorbatsjof sátu þar og það ráðist ekki af pólitískum meirihluta hverju sinni hvort málverkið af Bjarna Benediktssyni sé haft á veggnum.