„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2014 21:00 Ásta Sigurðardóttir. vísir/gva Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent