"Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. mars 2014 11:51 Hér er verið að lakka neglur Gunnars fyrir bæjarstjórnarfundinn. Vísir/aðsent Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira