Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. nóvember 2014 19:47 Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Vísir/GVA/GVA Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“ Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36