Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. nóvember 2014 19:47 Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Vísir/GVA/GVA Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“ Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36