Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. febrúar 2014 15:49 Sjálfstæðismenn vilja draga aðildarumsóknina tilbaka. Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. Þetta kom fram á þingflokksfundi flokksins í dag sem hófst í dag klukkan tvö og stóð yfir í um klukkustund. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna, staðfesti að afgerandi meirihluti hafi verið fylgjandi tillögunni. Að minnsta kosti þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að klára aðildarviðræðurnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokksins, situr í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna. Vilhjálmur Bjarnason hefur lýst yfir því að hann telji hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB og Brynjar Níelsson vill ljúka aðildarviðræðum. Í hádeginu fundaði félag Sjálfstæðra Evrópumanna og í ályktun fundarins kom fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ auk þess sem skorað var á stjórnvöld að taka ekki ákvörðun um Evrópusambandsaðild fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar liggur fyrir. Vísir sagði frá fundi þingflokksins og umræðuefni hans fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur tjáð sig um málið á Twitter, eins og sjá má hér að neðan.Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið í stjórn með Framsókn þá þarf flokkurinn ekki að verða eins og Framsókn.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 21, 2014 Tengdar fréttir Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. Þetta kom fram á þingflokksfundi flokksins í dag sem hófst í dag klukkan tvö og stóð yfir í um klukkustund. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna, staðfesti að afgerandi meirihluti hafi verið fylgjandi tillögunni. Að minnsta kosti þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að klára aðildarviðræðurnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokksins, situr í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna. Vilhjálmur Bjarnason hefur lýst yfir því að hann telji hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB og Brynjar Níelsson vill ljúka aðildarviðræðum. Í hádeginu fundaði félag Sjálfstæðra Evrópumanna og í ályktun fundarins kom fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ auk þess sem skorað var á stjórnvöld að taka ekki ákvörðun um Evrópusambandsaðild fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar liggur fyrir. Vísir sagði frá fundi þingflokksins og umræðuefni hans fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur tjáð sig um málið á Twitter, eins og sjá má hér að neðan.Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið í stjórn með Framsókn þá þarf flokkurinn ekki að verða eins og Framsókn.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 21, 2014
Tengdar fréttir Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48