„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 14:27 Kristín var í kjörbúð þegar Vísir hafði samband við hana vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. „Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira