Verulegar fjárhæðir lenda á heimilum vegna vatnstjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 08:00 Samstarfshópurinn vill auka þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna sem koma að frágangi í votrýmum með því að gefa þeim kost á framhaldsmenntun. Vísir/GVA Forvarnir Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni hefur verið stofnaður en gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Tryggingafélögin bæta hluta tjónsins en verulegar fjárhæðir lenda á heimilunum, bæði vegna sjálfsábyrgðar en einnig vegna þess að tjónin eru ekki alltaf bótaskyld. Til að mynda voru 134 mál vegna vatnstjóns ekki bótaskyld að nokkru leyti hjá tryggingafélaginu Verði í fyrra. „Ástæður þess að ekki er um bótaskyldu að ræða geta verið margvíslegar en þumalputtareglan er að þau tjón sem eru bótaskyld, eru tjón vegna vatns sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja og botnplötu vegna bilunar eða mistaka. En tjón sem myndast á löngum tíma er almennt ekki bætt,“ segir Kristmann Larsson, deildarstjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann segir tjón vegna utanaðkomandi vatns almennt ekki vera bætt, og eitt algengasta tjónið sem ekki er bætt er þegar hús leka vegna þess að þau eru óþétt af einhverjum ástæðum, og er töluvert um slík tjón á hverju ári. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmann. Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til að draga úr vatnstjóni. Til að mynda er mælt með að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum, að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og að fólk kunni að bregðast rétt við þegar vatnsleki verður. Að hópnum standa ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök, svo sem tryggingafélög og félög iðnaðarmanna. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Forvarnir Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni hefur verið stofnaður en gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Tryggingafélögin bæta hluta tjónsins en verulegar fjárhæðir lenda á heimilunum, bæði vegna sjálfsábyrgðar en einnig vegna þess að tjónin eru ekki alltaf bótaskyld. Til að mynda voru 134 mál vegna vatnstjóns ekki bótaskyld að nokkru leyti hjá tryggingafélaginu Verði í fyrra. „Ástæður þess að ekki er um bótaskyldu að ræða geta verið margvíslegar en þumalputtareglan er að þau tjón sem eru bótaskyld, eru tjón vegna vatns sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja og botnplötu vegna bilunar eða mistaka. En tjón sem myndast á löngum tíma er almennt ekki bætt,“ segir Kristmann Larsson, deildarstjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann segir tjón vegna utanaðkomandi vatns almennt ekki vera bætt, og eitt algengasta tjónið sem ekki er bætt er þegar hús leka vegna þess að þau eru óþétt af einhverjum ástæðum, og er töluvert um slík tjón á hverju ári. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmann. Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til að draga úr vatnstjóni. Til að mynda er mælt með að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum, að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og að fólk kunni að bregðast rétt við þegar vatnsleki verður. Að hópnum standa ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök, svo sem tryggingafélög og félög iðnaðarmanna.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira