Fanndís: Þetta var algjörlega mitt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2014 20:47 Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu með því að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. „Þetta er smá loðið og ég á eftir að sjá myndband með þessu marki. Ég eigna mér samt þetta mark, það snerti enginn boltann í mínu liði og hann var alltaf á leiðinni á markið. Þetta er algjörlega mitt mark," sagði Fanndís kát í leikslok. Hún hafði komið inná sem varamaður í leiknum og var þarna að taka sína fyrstu hornspyrnu með þetta góðum árangri. „Þetta var fyrsta hornspyrnan sem ég tók í leiknum. Við áttum að setja boltann inn á markmanninn og þetta var "inswing" horn," lýsir Fanndís. „Við vorum búnar að setja pressu á þær undir lokin og vorum óheppnar að skora ekki úr góðu færi þarna rétt á undan. Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið," sagði Fanndís. Íslenska liðið tapaði 0-5 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið góða sigra á Noregi og Kína. „Við erum búnar að halda okkar skipulagi. Þýskalandsleikurinn var náttúrulega erfiður en við höfum ekki gefið færi á okkur á móti Noregi og Kína. Það er lítið hægt að kvarta yfir þessu hjá okkur enda búnar að standa okkur mjög vel," sagði Fanndís. „Þýska liðið er í öðrum klassa en hin liðin í riðlinum. Noregur og Kína voru hinsvegar nær okkur í styrkleika. Þetta voru báðir jafnir og skemmtilegir leikir en við gáfum samt lítil færi á okkur," sagði Fanndís. Framundan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið á mótinu. „Við eigum harma að hefna því við töpuðum illa fyrir þeim hérna á þessu móti í fyrra sem og á EM. Við erum staðráðnar í að bæta fyrir þau töp," sagði Fanndís en það verður rætt meira við hetju íslenska liðsins í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu með því að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. „Þetta er smá loðið og ég á eftir að sjá myndband með þessu marki. Ég eigna mér samt þetta mark, það snerti enginn boltann í mínu liði og hann var alltaf á leiðinni á markið. Þetta er algjörlega mitt mark," sagði Fanndís kát í leikslok. Hún hafði komið inná sem varamaður í leiknum og var þarna að taka sína fyrstu hornspyrnu með þetta góðum árangri. „Þetta var fyrsta hornspyrnan sem ég tók í leiknum. Við áttum að setja boltann inn á markmanninn og þetta var "inswing" horn," lýsir Fanndís. „Við vorum búnar að setja pressu á þær undir lokin og vorum óheppnar að skora ekki úr góðu færi þarna rétt á undan. Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið," sagði Fanndís. Íslenska liðið tapaði 0-5 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið góða sigra á Noregi og Kína. „Við erum búnar að halda okkar skipulagi. Þýskalandsleikurinn var náttúrulega erfiður en við höfum ekki gefið færi á okkur á móti Noregi og Kína. Það er lítið hægt að kvarta yfir þessu hjá okkur enda búnar að standa okkur mjög vel," sagði Fanndís. „Þýska liðið er í öðrum klassa en hin liðin í riðlinum. Noregur og Kína voru hinsvegar nær okkur í styrkleika. Þetta voru báðir jafnir og skemmtilegir leikir en við gáfum samt lítil færi á okkur," sagði Fanndís. Framundan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið á mótinu. „Við eigum harma að hefna því við töpuðum illa fyrir þeim hérna á þessu móti í fyrra sem og á EM. Við erum staðráðnar í að bæta fyrir þau töp," sagði Fanndís en það verður rætt meira við hetju íslenska liðsins í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira