„Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2014 12:13 Björk mun koma fram í kvöld ásamt Patti Smith. Russel Crowe fer með aðalhlutverkið í Noah mynd/samsett Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. Tónlistarkonurnar vinsælu Patti Smith og Lykke Li munu koma fram ásamt flóru íslenskra tónlistarmanna á tónleikunum. Tónleikarnir verða haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Allir listamenn munu gefa vinnu sína en ásamt þeim Smith og Li koma fram Björk, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Í dag verður síðan kvikmyndin Noah í leikstjórn Darren Aronofsky forsýnd í Sambíói Egilshallar, en myndin var tekin upp hér á landi árið 2012. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum tónleikanna kemur fram að um heim allan hafi náttúrunni og umhverfi verið fórnað á altari þróunar sem aldrei getur talist sjálfbær. „Regnskógum er eytt, vatnsföll stífluð, landi eytt, vatn og höf menguð, loftslagi jarðar breytt og höfin súrna ört. Á Íslandi hefur Kárahnjúkavirkjun orðið táknmynd þeirra eyðileggingar sem ógnar tilvist mannsins á jörðinni. Það er skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig kemur fram að hálendi Íslands sé ekki bara athvarf og fjársjóður Íslendinga og munu við erfa þetta land og heiminn allan. „Hvergi annars staðar er að finna Mývatn, Þjórsárver, Sprengisand, Skaftafell og Langasjó. Við krefjumst þess að Þjórsárver, víðernin vestan Þjórsár og fossarnir í Þjórsá verði verndaðir til allrar framtíðar. Við mótmælum harðlega áformum umhverfis- og auðlindaráðherra um breytt friðlandsmörk í Þjórsárverum til að skapa rými fyrir Norðlingaölduveitu eða annað miðlunarlón við Þjórsárver.“ Hópurinn telur að sú lagatúlkun ráðherra að allir virkjunarkostir eða náttúrusvæði séu undir í hverjum nýjum áfanga rammaáætlunar sé aðför að náttúru landsins og stenst vart lög. „Við höfum einstakt tækifæri núna til að gera hálendið allt að einum þjóðgarði með lögum frá Alþingi. Þar með verði hálendi Íslands sett undir eina skipulagsstjórn og skýrt afmarkað. Þar með heyri öll áform um lagningu raflína, vegagerð eða önnur mannvirki sem kljúfa eða sundra dýrmætum landslagsheildum hálendisins sögunni til.“ Náttúruverndarsamtök Íslands vara eindregið við hvers kyns áformum um virkjun jarðvarma við Mývatn. Bygging Bjarnarflagsvirkjunar sé ekki áhættunnar virði. Þá kemur fram að hvergi í heiminum sé annað Mývatn til. Ábyrgð okkar væri því mikil. „Við krefjumst þess að einstök náttúra Reykjaness verði vernduð með stofnun eldfjallaþjóðgarðs og að allar nýjar raflínur verði lagðar í jörð. Við teljum afar brýnt að ríkisvaldið tryggi landvörslu og verji dýrmæt náttúrusvæði gegn sívaxandi ágangi ferðamanna.“ Mótmælt er sérstaklega aðför yfirvalda að náttúruverndarfólki, en fram kemur í yfirlýsingunni að fordæmalaus yfirgangur lögreglu og ákærur gagnvart þeim sem vilji vernda Gálgahraun hafi verið grimmur og óþarfur. „Við minnum á að réttur almennings til að mótmæla náttúruspjöllum hvarvetna um heim allan er heilagur og grunnforsenda þess að mannkyni takist að forða tortímingu mannlífs á jörðinni. Við krefjumst þess að frumvarp til laga um brottfall nýrra náttúruverndarlaga verði dregið til baka og að ný lög um náttúruvernd taki gildi 1. apríl eins og lögin kveða á um.“ Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin með úrelt gildi“ Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu. Björk heldur tónleika hér á landi 18. mars og kvikmyndin Noah verður heimsfrumsýnd í þágu náttúruverndar. 3. mars 2014 15:56 OMAM í óða önn að semja nýja plötu Nanna Bryndís deildi mynd af hljóðveri sveitarinnar á Instagram í kvöld. 5. mars 2014 21:19 Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. Tónlistarkonurnar vinsælu Patti Smith og Lykke Li munu koma fram ásamt flóru íslenskra tónlistarmanna á tónleikunum. Tónleikarnir verða haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Allir listamenn munu gefa vinnu sína en ásamt þeim Smith og Li koma fram Björk, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Í dag verður síðan kvikmyndin Noah í leikstjórn Darren Aronofsky forsýnd í Sambíói Egilshallar, en myndin var tekin upp hér á landi árið 2012. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum tónleikanna kemur fram að um heim allan hafi náttúrunni og umhverfi verið fórnað á altari þróunar sem aldrei getur talist sjálfbær. „Regnskógum er eytt, vatnsföll stífluð, landi eytt, vatn og höf menguð, loftslagi jarðar breytt og höfin súrna ört. Á Íslandi hefur Kárahnjúkavirkjun orðið táknmynd þeirra eyðileggingar sem ógnar tilvist mannsins á jörðinni. Það er skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig kemur fram að hálendi Íslands sé ekki bara athvarf og fjársjóður Íslendinga og munu við erfa þetta land og heiminn allan. „Hvergi annars staðar er að finna Mývatn, Þjórsárver, Sprengisand, Skaftafell og Langasjó. Við krefjumst þess að Þjórsárver, víðernin vestan Þjórsár og fossarnir í Þjórsá verði verndaðir til allrar framtíðar. Við mótmælum harðlega áformum umhverfis- og auðlindaráðherra um breytt friðlandsmörk í Þjórsárverum til að skapa rými fyrir Norðlingaölduveitu eða annað miðlunarlón við Þjórsárver.“ Hópurinn telur að sú lagatúlkun ráðherra að allir virkjunarkostir eða náttúrusvæði séu undir í hverjum nýjum áfanga rammaáætlunar sé aðför að náttúru landsins og stenst vart lög. „Við höfum einstakt tækifæri núna til að gera hálendið allt að einum þjóðgarði með lögum frá Alþingi. Þar með verði hálendi Íslands sett undir eina skipulagsstjórn og skýrt afmarkað. Þar með heyri öll áform um lagningu raflína, vegagerð eða önnur mannvirki sem kljúfa eða sundra dýrmætum landslagsheildum hálendisins sögunni til.“ Náttúruverndarsamtök Íslands vara eindregið við hvers kyns áformum um virkjun jarðvarma við Mývatn. Bygging Bjarnarflagsvirkjunar sé ekki áhættunnar virði. Þá kemur fram að hvergi í heiminum sé annað Mývatn til. Ábyrgð okkar væri því mikil. „Við krefjumst þess að einstök náttúra Reykjaness verði vernduð með stofnun eldfjallaþjóðgarðs og að allar nýjar raflínur verði lagðar í jörð. Við teljum afar brýnt að ríkisvaldið tryggi landvörslu og verji dýrmæt náttúrusvæði gegn sívaxandi ágangi ferðamanna.“ Mótmælt er sérstaklega aðför yfirvalda að náttúruverndarfólki, en fram kemur í yfirlýsingunni að fordæmalaus yfirgangur lögreglu og ákærur gagnvart þeim sem vilji vernda Gálgahraun hafi verið grimmur og óþarfur. „Við minnum á að réttur almennings til að mótmæla náttúruspjöllum hvarvetna um heim allan er heilagur og grunnforsenda þess að mannkyni takist að forða tortímingu mannlífs á jörðinni. Við krefjumst þess að frumvarp til laga um brottfall nýrra náttúruverndarlaga verði dregið til baka og að ný lög um náttúruvernd taki gildi 1. apríl eins og lögin kveða á um.“
Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin með úrelt gildi“ Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu. Björk heldur tónleika hér á landi 18. mars og kvikmyndin Noah verður heimsfrumsýnd í þágu náttúruverndar. 3. mars 2014 15:56 OMAM í óða önn að semja nýja plötu Nanna Bryndís deildi mynd af hljóðveri sveitarinnar á Instagram í kvöld. 5. mars 2014 21:19 Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Ríkisstjórnin með úrelt gildi“ Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu. Björk heldur tónleika hér á landi 18. mars og kvikmyndin Noah verður heimsfrumsýnd í þágu náttúruverndar. 3. mars 2014 15:56
OMAM í óða önn að semja nýja plötu Nanna Bryndís deildi mynd af hljóðveri sveitarinnar á Instagram í kvöld. 5. mars 2014 21:19
Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55