Tónlist

OMAM í óða önn að semja nýja plötu

Nanna Bryndís
Nanna Bryndís Vísir/Getty
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona í hljómsveitinni Of monsters and men deilir mynd á Instagram-reikningi sínum í kvöld af hljóðfærum sveitarinnar í hljóðveri og tilkynnir að sveitin hafi nýja plötu í bígerð.

Sveitin kemur næst fram á Íslandi á tónleikunum Stopp! Gætum garðsins í Hörpu þann 18. mars næstkomandi.

Tónleikarnir eru haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Ásamt OMAM koma fram Patti Smith, Lykke Li, Björk, Retro Stefson, Samaris, Mammút og Highlands. 

Það er ljóst að það verður erfitt fyrir sveitina að fylgja fyrri plötu sinni eftir, My Head is an Animal, en sú plata hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna.

Í janúar á þessu ári fékk OMAM afhenta platinum-plötu í Bandaríkjunum, en áður hefur hún fengið platínum-plötu í Kanada, á Írlandi, í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi og á Íslandi.

Björk er eini íslenski listamaðurinn sem hefur áður náð þessum áfanga í Bandaríkjunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×