Innlent

Meirihluti andvígur kvótakerfinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 800 talsins.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 800 talsins. Vísir/Jón Sigurður
Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu til kvótakerfisins í Þjóðgátt rannsóknafyrirtækisins Maskínu segist vera fremur eða mjög andvígur kvótakerfinu.

Aðeins tæplega 16% sögðust vera mjög eða fremur hlynnt því og 33% voru í meðallagi hlynnt/andvíg kerfinu.

Könnunin sýndi að íbúar landsbyggðarinnar eru hlynntari kvótakerfinu en íbúar á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem íbúar Norðvesturkjördæmis eru mun hlynntari kerfinu en íbúar en í öðrum kjördæmum landsins.

Þá sýna niðurstöðurnar að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru áberandi hlynntari kvótakerfinu en kjósendur annarra flokka, þó eru kjósendur Framsóknarflokksins einnig nokkuð hlynntir kerfinu.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu. Svarendur voru 800 og eru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við hvernig þeir þættir skiptast í Þjóðskrá.

Niðurstöðurnar sýna að meirihluti þjóðarinnar er andvígur kvótakerfinu.Mynd/Maskína



Fleiri fréttir

Sjá meira


×