Innlent

Sveitarstjórn mynduð í Borgarfjarðarhreppi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lokið hefur verið við talningu atkvæða í kosningum til sveitarstjórnar í Borgarfjarðarhreppi.
Lokið hefur verið við talningu atkvæða í kosningum til sveitarstjórnar í Borgarfjarðarhreppi. Vísir/Pjetur
Lokið hefur verið við talningu atkvæða í kosningum til sveitarstjórnar í Borgarfjarðarhreppi.

Þar fóru í dag fram óbundnar kosningar, sem eru persónukosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Þannig eru allir kjósendur í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.

Austurfrétt greinir frá því að Jakob Sigurðsson, núverandi oddviti, fékk flest atkvæði í kosningunum, Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson koma síðan nýir í sveitarstjórn.

Á kjörskrá voru 102 en atkvæði greiddu 62 eða 60,78 prósent. Einn seðill var auður.

Talning um varamann hefst von bráðar.

Atkvæði féllu þannig:



  1. Jakob Sigurðsson 43 atkvæði
  2. Ólafur A. Hallgrímsson 39 atkvæði
  3. Jón Þórðarson 34 atkvæði
  4. Arngrímur Viðar Ásgeirsson 23 atkvæði
  5. Helgi Hlynur Ásgrímsson 19 atkvæði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×