Braust inn og barði húsráðanda með leikfangasverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 15:12 Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/óká Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36
Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18