Líka svartir sauðir í Sjomlatips Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. desember 2014 12:19 Jakob segir að birtingar á myndum eins og kom inn á síðu Sjomlatips í gærkvöldi séu ekki liðnar. „Sama hvert maður fer, það koma upp svartir sauðir. Sjomlatips-hópurinn er ekkert undanskilinn því,“ segir Jakob Helgi Bjarnason. Í gærkvöldi sagði Vísir frá því að mynd af fólki í kynlífsathöfnum hafi verið dreift á sérstökum SnapChat reikningi hópsins auk þess sem einn meðlimur hópsins birti myndina á Facebok-síðu hópsins, en meðlimirnir eru tæplega tíu þúsund manns.Náðu að taka myndina út „Við náðum að taka myndina mjög fljótlega út úr „grúppunni“ á Facebook og lokuðum SnapChat aðganginum. Svona á ekki að gerast og við í Sjomlatips viljum ekki hafa svona myndir inni í „grúppunni“, útskýrir Jakob. Hann segir þetta koma sér illa fyrir orðspor hópsins, en meðlimir hans standa fyrir alls kyns söfnunum fyrir líknarfélög. „Við erum búnir að safna um 1,3 milljónum króna og erum farnir af stað með sölu á sérstökum Sjomla-bolum og rennur allur ágóðinn af þeirri sölu óskiptur til Styrktarfélags krabbameinsveikra barna. Við stefnum á að ná allavega milljón úr þeirri söfnun,“ segir Jakob. Hann er í framhaldsskóla og ákvað að sleppa því að vinna í jólafríinu, eins og flestir jafnaldrar hans gera. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessum söfnunum. Það er mikið umstang í kringum þetta og ég ákvað að það væri bara best að reyna að safna sem mestu fyrir þá sem þurfa. Því finnst mér afar leiðinlegt þegar einhverjir birta svona myndir inn á Sjomlatips og sverta þannig orðspor hópsins. 99 prósent þeirra sem eru í hópnum haga sér, hafa gaman og taka þátt í þessum verkefnum, að safna fyrir jólin.“Hann þarf að lifa með því að gera þetta Jakob segist vel sjá það brot á trausti sem þessi myndbirting hafði í för með sér. Á myndinni sést, að því er virðist, meðlimur hópsins í kynlífsathöfnum með konu. Á myndinni sést hluti af líkama konunnar en hún snýr frá myndavélinni, og má jafnvel reikna með því að myndin hafi verið tekin án hennar samþykkis. „Eins slæmt og leiðinlegt þetta er fyrir „grúppuna“ þá – þegar öllu er á botnin hvolft – er þetta verst fyrir þann sem birti myndina. Hann þarf að lifa með því að gera svona hluti, að birta svona myndir. Tala nú ekki um ef þetta hefur verið í leyfisleysi,“ segir hann og bætir við: „Við viljum bara leggja áherslu á að þetta er einn meðlimur hópsins sem gerir þetta, ekki „grúppan“ sem slík. Þessi hópur er nýstofnaður og þetta eru vonandi bara vaxtarverkir. Ég er hlynntur því að hafa frelsið sem mest í þessum hópi, en það þarf að fylgja almennri skynsemi. Þessi myndbirting gengur augljóslega í berhögg við skynsemina sem við viljum hafa að leiðarljósi.“Hvetur fólk til að kaupa Sjomla bol Jakob segir að ákveðnir annmarkar hafi verið á SnapChat aðgangi hópsins. „Þetta var þannig að menn sendu myndir inn og þær birtust svo sjálfkrafa fyrir þá sem voru með Sjomlatips á SnapChat. Aðgangnum hefur verið lokað og verður ekki opnaður aftur fyrr en við náum að stilla þetta þannig að einhver verði yfir aðganginum og velji myndir sem verði birtar. En þá þarf líka einhver að taka það að sér. Það er auðveldara að hafa auga með því sem fer inn á Facebook-síðu hópsins. Ef það kemur eitthvað sem á ekki að vera þarna þá tilkynnir fólk það yfirleitt til Facebook með sérstökum hnappi. Þá fá stjórnendur hópsins tilkynningu og geta tekið efnið út.“ Jakob hvetur fólk til þess að aðstoða Sjomlanna í söfnun þeirra fyrir Styrkarfélag krabbameinssjúkra barna með því að kaupa boli. Hver bolur kostar 3900 krónur og er hægt að kaupa þá í gegnum netið. „Þetta er tilvalin jólagjöf,“ segir Jakob. Tengdar fréttir Klámi dreift á Snapchat aðgangi Sjomlatips Dæmi eru um að klámefni sé deilt í gegnum Snapchat aðgang Sjomlatips. Myndbirtingin nær til þúsunda á öllum aldri. 7. desember 2014 23:33 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Sama hvert maður fer, það koma upp svartir sauðir. Sjomlatips-hópurinn er ekkert undanskilinn því,“ segir Jakob Helgi Bjarnason. Í gærkvöldi sagði Vísir frá því að mynd af fólki í kynlífsathöfnum hafi verið dreift á sérstökum SnapChat reikningi hópsins auk þess sem einn meðlimur hópsins birti myndina á Facebok-síðu hópsins, en meðlimirnir eru tæplega tíu þúsund manns.Náðu að taka myndina út „Við náðum að taka myndina mjög fljótlega út úr „grúppunni“ á Facebook og lokuðum SnapChat aðganginum. Svona á ekki að gerast og við í Sjomlatips viljum ekki hafa svona myndir inni í „grúppunni“, útskýrir Jakob. Hann segir þetta koma sér illa fyrir orðspor hópsins, en meðlimir hans standa fyrir alls kyns söfnunum fyrir líknarfélög. „Við erum búnir að safna um 1,3 milljónum króna og erum farnir af stað með sölu á sérstökum Sjomla-bolum og rennur allur ágóðinn af þeirri sölu óskiptur til Styrktarfélags krabbameinsveikra barna. Við stefnum á að ná allavega milljón úr þeirri söfnun,“ segir Jakob. Hann er í framhaldsskóla og ákvað að sleppa því að vinna í jólafríinu, eins og flestir jafnaldrar hans gera. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessum söfnunum. Það er mikið umstang í kringum þetta og ég ákvað að það væri bara best að reyna að safna sem mestu fyrir þá sem þurfa. Því finnst mér afar leiðinlegt þegar einhverjir birta svona myndir inn á Sjomlatips og sverta þannig orðspor hópsins. 99 prósent þeirra sem eru í hópnum haga sér, hafa gaman og taka þátt í þessum verkefnum, að safna fyrir jólin.“Hann þarf að lifa með því að gera þetta Jakob segist vel sjá það brot á trausti sem þessi myndbirting hafði í för með sér. Á myndinni sést, að því er virðist, meðlimur hópsins í kynlífsathöfnum með konu. Á myndinni sést hluti af líkama konunnar en hún snýr frá myndavélinni, og má jafnvel reikna með því að myndin hafi verið tekin án hennar samþykkis. „Eins slæmt og leiðinlegt þetta er fyrir „grúppuna“ þá – þegar öllu er á botnin hvolft – er þetta verst fyrir þann sem birti myndina. Hann þarf að lifa með því að gera svona hluti, að birta svona myndir. Tala nú ekki um ef þetta hefur verið í leyfisleysi,“ segir hann og bætir við: „Við viljum bara leggja áherslu á að þetta er einn meðlimur hópsins sem gerir þetta, ekki „grúppan“ sem slík. Þessi hópur er nýstofnaður og þetta eru vonandi bara vaxtarverkir. Ég er hlynntur því að hafa frelsið sem mest í þessum hópi, en það þarf að fylgja almennri skynsemi. Þessi myndbirting gengur augljóslega í berhögg við skynsemina sem við viljum hafa að leiðarljósi.“Hvetur fólk til að kaupa Sjomla bol Jakob segir að ákveðnir annmarkar hafi verið á SnapChat aðgangi hópsins. „Þetta var þannig að menn sendu myndir inn og þær birtust svo sjálfkrafa fyrir þá sem voru með Sjomlatips á SnapChat. Aðgangnum hefur verið lokað og verður ekki opnaður aftur fyrr en við náum að stilla þetta þannig að einhver verði yfir aðganginum og velji myndir sem verði birtar. En þá þarf líka einhver að taka það að sér. Það er auðveldara að hafa auga með því sem fer inn á Facebook-síðu hópsins. Ef það kemur eitthvað sem á ekki að vera þarna þá tilkynnir fólk það yfirleitt til Facebook með sérstökum hnappi. Þá fá stjórnendur hópsins tilkynningu og geta tekið efnið út.“ Jakob hvetur fólk til þess að aðstoða Sjomlanna í söfnun þeirra fyrir Styrkarfélag krabbameinssjúkra barna með því að kaupa boli. Hver bolur kostar 3900 krónur og er hægt að kaupa þá í gegnum netið. „Þetta er tilvalin jólagjöf,“ segir Jakob.
Tengdar fréttir Klámi dreift á Snapchat aðgangi Sjomlatips Dæmi eru um að klámefni sé deilt í gegnum Snapchat aðgang Sjomlatips. Myndbirtingin nær til þúsunda á öllum aldri. 7. desember 2014 23:33 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Klámi dreift á Snapchat aðgangi Sjomlatips Dæmi eru um að klámefni sé deilt í gegnum Snapchat aðgang Sjomlatips. Myndbirtingin nær til þúsunda á öllum aldri. 7. desember 2014 23:33