Enski boltinn

Van Gaal: Ólíklegt að di María verði með gegn Stoke

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Di María er enn einn leikmaðurinn í röðum United sem meiðist á tímabilinu.
Di María er enn einn leikmaðurinn í röðum United sem meiðist á tímabilinu. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigur liðsins á Hull City á Old Trafford í dag að Ángel di María yrði að öllum líkindum ekki með gegn Stoke City á þriðjudaginn.

Argentínumaðurinn meiddist aftan í læri snemma leiks og var skipt af velli á 14. mínútu. Það hafði þó lítil áhrif á frammistöðu United sem vann öruggan 3-0 sigur.

Wayne Rooney, sem skoraði annað mark United, kenndi sér einnig meins í leiknum en van Gaal tjáði blaðamönnum að hann yrði líklega með á þriðjudaginn.

„Ég veit ekki alveg með Rooney. Hann sagðist verða klár fyrir leikinn gegn Stoke. Ég vona það því hann er að spila frábærlega,“ sagði van Gaal og bætti við:

„Hann fékk spark í kálfann, held ég. Hann fékk svo annað spark í hnéð, en það var ekki alvarlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×