Enski boltinn

Þriðji sigur United í röð | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United vann sinn þriðja sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Hull City örugglega að velli á Old Trafford með þremur mörkum gegn engu. Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Meiðsladraugurinn herjaði þó áfram á United í dag, því á 14. mínútu þurfti Ángel di María að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Spánverjinn Ander Herrera tók stöðu hans.

United-menn létu þetta ekki á sig fá og aðeins tveimur mínútum síðar kom Chris Smalling þeim yfir eftir hornspyrnu.

Heimamenn voru miklu sterkari aðilinn og fyrirliðinn Wayne Rooney bætti við marki á 42. mínútu með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir sendingu frá Robin van Persie.

Yfirburðirnir voru jafn miklir í seinni hálfleik og Robin van Persie skoraði þriðja mark United á 66. mínutu með glæsilegu skoti.

Fleiri urðu mörkin ekki og United er því komið með 22 stig í 4. sæti deildarinnar. Hull er hins vegar í vondum málum í 17. sætinu.

Chris Smalling 1-0 Wayne Rooney 2-0 Robin van Persie 3-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×