Af hverju Malta er betri en Ísland Vísir skrifar 24. febrúar 2014 22:00 Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Maltneski vefmiðillinn Sundaycircle hefur tekið saman lista yfir kosti þess að búa á Möltu samanborið við Ísland í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Veðrið3000 klukkustundir af sólarljósi ári í hitabeltisveðri á Möltu samanborið við 1300 klukkustundir af sólarljósi á landi sem ber nafn sem byrjar á „Ís.“ Höfundar listans telja valið þarna á milli auðvelt auk þess sem sólin viti hvenær hún eigi að setjast á Möltu á meðan Íslendingar þurfi að draga fyrir á nóttunni á sumrin, að því gefnu að sólin láti sjá sig þann daginn.Eldfjöll Eldfjöll okkar Íslendinga hafa valdið ómældum töfum á flugumferð með öskufjúki og tilheyrandi ónæði. Á vefsíðunni kemur fram að maltnesk eldfjöll valdi litlu ónæði í ljósi þess að þau séu ekki til.Staðarheiti Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 olli hann töfum á flugumferð og öskufjúki víða um heim. Greinarhöfundar Sundaycircle telja að askan ein og sér hafi valdið nægum vanda, alger óþarfi hafi verið að bæta því á fréttamenn um allan heim að bera fram eitt þúsund atkvæða staðarheiti þegar þeir fluttu fréttir af eldgosinu.ÆttartengslBlaðamenn Sundaycircle fjalla að sjálfsögðu um að á Íslandi séu allir skyldir og að líklegt sé að þú munir giftast ættingja þínum í ljósi þess að á Íslandi sé markaður fyrir app sem segir þér hvort manneskjan sem þú ert að hitta sé náskyldur ættingi. Þetta þykir greinarhöfundum ekki eftirsóknarvert.VerðlagBrauðhleifurinn á Möltu er verðlagður á 0,83 evrur samanborið við 1,55 evrur á Íslandi. Ef þær tölur sem greinarhöfundar styðjast við eru réttar þá eigum við Íslendingar ansi langt í Möltumenn þegar kemur að verðlagi. Á vefsíðunni NUMBEO er hægt að bera saman verð á milli landa og séu löndin tvö borin saman má gera ráð fyrir að greinarhöfundar séu ekki alveg útá þekju í samanburðinum. Til frekari stuðnings má vísa í grátlegan samanburð á hálfum líter af kranabjór, 868 krónur á Íslandi samanborið við 311 krónur á Möltu.Eigingjarnir pylsusalarGreinarhöfundar fara á endanum yfir það að á Íslandi fáist hvergi hinar maltnesku „Pastizzi“ en það eru demantslagaðar ostakökur sem þykja mjög góðar. Þeir telja íslensku pylsuna ekki öflugan keppinaut þegar kemur að þjóðarréttinum. Að lokum er tekið saman að Íslendingar haldi útaf fyrir sig, á norðuhjara veraldar, stórum svæðum af óspilltu landi, hverum, náttúrulaugum og norðuljósunum. Þetta þykir greinarhöfundum til marks um gríðarlega eigingirni Íslendinga. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Maltneski vefmiðillinn Sundaycircle hefur tekið saman lista yfir kosti þess að búa á Möltu samanborið við Ísland í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Veðrið3000 klukkustundir af sólarljósi ári í hitabeltisveðri á Möltu samanborið við 1300 klukkustundir af sólarljósi á landi sem ber nafn sem byrjar á „Ís.“ Höfundar listans telja valið þarna á milli auðvelt auk þess sem sólin viti hvenær hún eigi að setjast á Möltu á meðan Íslendingar þurfi að draga fyrir á nóttunni á sumrin, að því gefnu að sólin láti sjá sig þann daginn.Eldfjöll Eldfjöll okkar Íslendinga hafa valdið ómældum töfum á flugumferð með öskufjúki og tilheyrandi ónæði. Á vefsíðunni kemur fram að maltnesk eldfjöll valdi litlu ónæði í ljósi þess að þau séu ekki til.Staðarheiti Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 olli hann töfum á flugumferð og öskufjúki víða um heim. Greinarhöfundar Sundaycircle telja að askan ein og sér hafi valdið nægum vanda, alger óþarfi hafi verið að bæta því á fréttamenn um allan heim að bera fram eitt þúsund atkvæða staðarheiti þegar þeir fluttu fréttir af eldgosinu.ÆttartengslBlaðamenn Sundaycircle fjalla að sjálfsögðu um að á Íslandi séu allir skyldir og að líklegt sé að þú munir giftast ættingja þínum í ljósi þess að á Íslandi sé markaður fyrir app sem segir þér hvort manneskjan sem þú ert að hitta sé náskyldur ættingi. Þetta þykir greinarhöfundum ekki eftirsóknarvert.VerðlagBrauðhleifurinn á Möltu er verðlagður á 0,83 evrur samanborið við 1,55 evrur á Íslandi. Ef þær tölur sem greinarhöfundar styðjast við eru réttar þá eigum við Íslendingar ansi langt í Möltumenn þegar kemur að verðlagi. Á vefsíðunni NUMBEO er hægt að bera saman verð á milli landa og séu löndin tvö borin saman má gera ráð fyrir að greinarhöfundar séu ekki alveg útá þekju í samanburðinum. Til frekari stuðnings má vísa í grátlegan samanburð á hálfum líter af kranabjór, 868 krónur á Íslandi samanborið við 311 krónur á Möltu.Eigingjarnir pylsusalarGreinarhöfundar fara á endanum yfir það að á Íslandi fáist hvergi hinar maltnesku „Pastizzi“ en það eru demantslagaðar ostakökur sem þykja mjög góðar. Þeir telja íslensku pylsuna ekki öflugan keppinaut þegar kemur að þjóðarréttinum. Að lokum er tekið saman að Íslendingar haldi útaf fyrir sig, á norðuhjara veraldar, stórum svæðum af óspilltu landi, hverum, náttúrulaugum og norðuljósunum. Þetta þykir greinarhöfundum til marks um gríðarlega eigingirni Íslendinga.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira