Janúkóvítsj eyddi 4,6 milljörðum í ljósakrónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 11:04 Viktor Janúkovitsj VISIR/AFP Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins. Úkraína Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins.
Úkraína Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira