Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Pjetur Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland
Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45