Heimilisofbeldi í Breiðholti: Andlegu áverkarnir þeir verstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2014 13:10 Vísir/Pjetur Aðalmeðferð í máli karlmanns sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni og stjúpdóttur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Árásin átti sér stað að morgni laugardagsins 28. september 2013 á heimili þeirra í Breiðholti. Hjónin fyrrverandi báru bæði vitni en mikið bar í milli í frásögnum þeirra. Maðurinn þvertekur fyrir að hafa ráðist á þær mæðgur og segir allt sem fram hefur komið í máli þeirra helberan uppspuna. Hjónin skildu að borði og sæng árið 2011 en að sögn konunnar neitaði maðurinn að flytja út úr íbúðinni. Hún hafi því gripið til sinna ráða og flutt allar hans föggur sjálf úr íbúðinni og sett upp dyraslá. Við það hafi hann reiðst.Braut útidyrahurðina með sleggju „Ég brýt upp hurðina og þegar ég geri það þá verð ég reiður. Það var eitt högg með sleggju sem ég fékk úr verkfærabúrinu mínu [...] ég var búinn að vara hana við að ég kæmi inn með einu eða öðru móti,“ sagði maðurinn í vitnaleiðslum. „Ég tók á henni með valdi og ýtti henni út úr íbúðinni. En ég ætlaði ekki að meiða neinn, síst af öllum konu mína.“ Maðurinn viðurkenndi oft ætti hann erfitt með að ráða við skap sitt en sagðist ekki vera ofbeldismaður. Hann viðurkenndi að hafa hrint eiginkonu sinni og „bankað“ í höfuð stjúpdótturinnar með tánni ásamt því að hafa hreytt fúkyrðum í fyrrverandi eiginkonu sína. „Ég meiddi hvoruga og myndi aldrei gera það,“ sagði hann. Manninum er gefið að sök að hafa rifið í hár stjúpdóttur sinnar og kýlt hana í andlitið, hrint henni í gólfið og fyrir að hafa að minnsta kosti sparkað í höfuð hennar í tvígang þar sem hún lá á gólfi íbúðarinnar. Jafnframt er honum gefið að sök að hafa veist að eiginkonu sinni, hrækt á hana, rifið í hár hennar og slegið hana. Þá er hann sagður hafa kýlt hana í höfuð og maga og að hafa reynt að bíta hana í andlitið.Sækjandi bar undir manninn frásögn tólf ára dóttur hans í skýrslutökum lögreglu: „Ég sá mömmu liggjandi í gólfinu og hann var að sparka í hana og meiða hana og rífa í hárið á henni. Hann sagði að hún væri hóra.“Vísir/GettyPirraður á þessum fíflagangi „[Stjúpdóttirin] stökk upp á milli okkar og lét sig detta á gólfið þar sem hún þóttist vera dauð eða eitthvað. Ég var pirraður á þessum fíflagangi í henni og banka í hausinn á henni með tánni,“ sagði maðurinn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd ríkissaksóknara, bar undir manninn frásögn tólf ára dóttur hans í skýrslutökum lögreglu: „Ég sá mömmu liggjandi í gólfinu og hann var að sparka í hana og meiða hana og rífa í hárið á henni. Hann sagði að hún væri hóra.“ „Þetta er allt tilbúningur,“ sagði maðurinn.Sambandið einkenndist af ofbeldi Í vitnaleiðslum sagði konan samband þeirra síðastliðin 12-13 ár hafa einkennst af ofbeldi en þó hófu sambúð árið 1997. Margoft hafi þurft að kalla til lögreglu. „Hann kemur inn og byrjar á því að fara að [stjúpdótturinni], rífur í hárið á henni og dregur hana yfir sófann. Rífur svo í hana og hendir henni á gólfið þannig að hún lendir á bakinu. Ég reyndi að toga hann af henni en þá rífur hann í mig og setur báðar hendur upp að hálsinum á mér [...] ég dett í gólfið og hann rífur á hárið á mér og togar mig svo upp og reyndi að bíta í andlitið á mér. Hann náði ekki gripi þannig að hann svona glefsaði í mig,“ sagði konan. Nágrannar konunnar hringdu á lögreglu sem kom á vettvang. Dóttir hennar var flutt á sjúkrahús og liggur áverkavottorð því fyrir í gögnum málsins. Konan leitaði þó ekki til læknis og því ekki ljóst hvaða áverka hún hlaut af atlögunni. „Ég gat ekki farið frá börnunum. Þau voru svo ofsalega hrædd.“ Hún segir andlegu áverkana þó þá allra verstu. Eftir árásina hafi hún og dætur hennar glímt við mikinn kvíða, hræðslu og martraðir. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Stjúpdóttirin krefst 1,2 milljóna króna í skaðabætur en eiginkonan fyrrverandi 800 þúsund króna. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Sérstaklega hættuleg líkamsárás: Sparkaði í höfuð stjúpdóttur sinnar í tvígang Íslenskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á hendur stjúpdóttur sinni og að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína. Árásin átti sér stað á heimili mæðgnanna að morgni laugardagsins 28. september árið 2013. 23. september 2014 10:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Aðalmeðferð í máli karlmanns sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni og stjúpdóttur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Árásin átti sér stað að morgni laugardagsins 28. september 2013 á heimili þeirra í Breiðholti. Hjónin fyrrverandi báru bæði vitni en mikið bar í milli í frásögnum þeirra. Maðurinn þvertekur fyrir að hafa ráðist á þær mæðgur og segir allt sem fram hefur komið í máli þeirra helberan uppspuna. Hjónin skildu að borði og sæng árið 2011 en að sögn konunnar neitaði maðurinn að flytja út úr íbúðinni. Hún hafi því gripið til sinna ráða og flutt allar hans föggur sjálf úr íbúðinni og sett upp dyraslá. Við það hafi hann reiðst.Braut útidyrahurðina með sleggju „Ég brýt upp hurðina og þegar ég geri það þá verð ég reiður. Það var eitt högg með sleggju sem ég fékk úr verkfærabúrinu mínu [...] ég var búinn að vara hana við að ég kæmi inn með einu eða öðru móti,“ sagði maðurinn í vitnaleiðslum. „Ég tók á henni með valdi og ýtti henni út úr íbúðinni. En ég ætlaði ekki að meiða neinn, síst af öllum konu mína.“ Maðurinn viðurkenndi oft ætti hann erfitt með að ráða við skap sitt en sagðist ekki vera ofbeldismaður. Hann viðurkenndi að hafa hrint eiginkonu sinni og „bankað“ í höfuð stjúpdótturinnar með tánni ásamt því að hafa hreytt fúkyrðum í fyrrverandi eiginkonu sína. „Ég meiddi hvoruga og myndi aldrei gera það,“ sagði hann. Manninum er gefið að sök að hafa rifið í hár stjúpdóttur sinnar og kýlt hana í andlitið, hrint henni í gólfið og fyrir að hafa að minnsta kosti sparkað í höfuð hennar í tvígang þar sem hún lá á gólfi íbúðarinnar. Jafnframt er honum gefið að sök að hafa veist að eiginkonu sinni, hrækt á hana, rifið í hár hennar og slegið hana. Þá er hann sagður hafa kýlt hana í höfuð og maga og að hafa reynt að bíta hana í andlitið.Sækjandi bar undir manninn frásögn tólf ára dóttur hans í skýrslutökum lögreglu: „Ég sá mömmu liggjandi í gólfinu og hann var að sparka í hana og meiða hana og rífa í hárið á henni. Hann sagði að hún væri hóra.“Vísir/GettyPirraður á þessum fíflagangi „[Stjúpdóttirin] stökk upp á milli okkar og lét sig detta á gólfið þar sem hún þóttist vera dauð eða eitthvað. Ég var pirraður á þessum fíflagangi í henni og banka í hausinn á henni með tánni,“ sagði maðurinn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd ríkissaksóknara, bar undir manninn frásögn tólf ára dóttur hans í skýrslutökum lögreglu: „Ég sá mömmu liggjandi í gólfinu og hann var að sparka í hana og meiða hana og rífa í hárið á henni. Hann sagði að hún væri hóra.“ „Þetta er allt tilbúningur,“ sagði maðurinn.Sambandið einkenndist af ofbeldi Í vitnaleiðslum sagði konan samband þeirra síðastliðin 12-13 ár hafa einkennst af ofbeldi en þó hófu sambúð árið 1997. Margoft hafi þurft að kalla til lögreglu. „Hann kemur inn og byrjar á því að fara að [stjúpdótturinni], rífur í hárið á henni og dregur hana yfir sófann. Rífur svo í hana og hendir henni á gólfið þannig að hún lendir á bakinu. Ég reyndi að toga hann af henni en þá rífur hann í mig og setur báðar hendur upp að hálsinum á mér [...] ég dett í gólfið og hann rífur á hárið á mér og togar mig svo upp og reyndi að bíta í andlitið á mér. Hann náði ekki gripi þannig að hann svona glefsaði í mig,“ sagði konan. Nágrannar konunnar hringdu á lögreglu sem kom á vettvang. Dóttir hennar var flutt á sjúkrahús og liggur áverkavottorð því fyrir í gögnum málsins. Konan leitaði þó ekki til læknis og því ekki ljóst hvaða áverka hún hlaut af atlögunni. „Ég gat ekki farið frá börnunum. Þau voru svo ofsalega hrædd.“ Hún segir andlegu áverkana þó þá allra verstu. Eftir árásina hafi hún og dætur hennar glímt við mikinn kvíða, hræðslu og martraðir. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Stjúpdóttirin krefst 1,2 milljóna króna í skaðabætur en eiginkonan fyrrverandi 800 þúsund króna. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Sérstaklega hættuleg líkamsárás: Sparkaði í höfuð stjúpdóttur sinnar í tvígang Íslenskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á hendur stjúpdóttur sinni og að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína. Árásin átti sér stað á heimili mæðgnanna að morgni laugardagsins 28. september árið 2013. 23. september 2014 10:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sérstaklega hættuleg líkamsárás: Sparkaði í höfuð stjúpdóttur sinnar í tvígang Íslenskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á hendur stjúpdóttur sinni og að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína. Árásin átti sér stað á heimili mæðgnanna að morgni laugardagsins 28. september árið 2013. 23. september 2014 10:00