"Hélt að vélin hefði orðið fyrir skoti“ Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 16:18 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir var einn farþega vélarinnar, en um níu tíma seinkun varð á vélinni aftur til Íslands vegna atviksins. Vísir/Daníel Rúnarsson/Facebook „Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“ Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
„Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“
Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38