„Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:44 Frá skrúðgöngu tónlistarkennara í seinustu viku. Vísir/Valli „Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah. Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
„Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah.
Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56
500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53
Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59
Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56
Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59