Kerecis fékk lykilinn að 120 milljarða markaði Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Árlega eru framkvæmdar 100.000 aflimanir í BNA vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Mynd/Kerecis Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira