Kerecis fékk lykilinn að 120 milljarða markaði Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Árlega eru framkvæmdar 100.000 aflimanir í BNA vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Mynd/Kerecis Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira