„Stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 16:44 vísir/aðsend/getty Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“ Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“
Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10
Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19
Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15