„Stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 16:44 vísir/aðsend/getty Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“ Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“
Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10
Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19
Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15