Erlent

Vísað til sætis eftir fríðleika

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á veitingastað í Pompidou- safninu eru gestir flokkaðir eftir útliti.
Nordicphotos/Getty
Á veitingastað í Pompidou- safninu eru gestir flokkaðir eftir útliti. Nordicphotos/Getty
Fríðleiki gesta ræður því hvar þeim er vísað til sætis á tveimur af þekktustu veitingastöðum Parísar, Le Georges í Pompidou-safninu, og Café Marly í Louvre-safninu.

Franska blaðið Le Canard Enchainé hefur það eftir tveimur þjónum, sem nýlega hafa hætt störfum á Le Georges, að þeim hafi verið skipað að flokka gestina eftir útliti.

Fallegir gestir áttu að sitja þar sem þeir sæjust utan frá en hinir innar á veitingastaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×