Erlent

Fundu myndir af skólastúlkum á barnaklámssíðu

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Starfsmenn þáttarins Spotlight á norður-írskri sjónvarpsstöð BBC hafa fundið 731 ljósmynd af norður-írskum skólastúlkum á klámsíðu á netinu sem vinsæl er meðal barnaníðinga.

Í frétt BBC segir að skólastúlkurnar séu á aldrinum níu til þrettán ára og sæki nítján mismunandi skóla, þar á meðal nokkrum af betur þekktu skólum landsins.

Um er að ræða sakleysislegar myndir sem stúlkurnar hafa tekið af sér sjálfum og vinum að leik, innan sem utan skóla. Á nokkrum myndanna sést í nærföt og í bera húð stúlknanna og mátti oft finna klámfenginn texta undir myndunum.

Taka skal fram að hvorki skólarnir né stúlkurnar hafa gert neitt rangt, en svo virðist sem að myndirnar hafi verið teknar af samfélagsmiðlum án þekkingar eða heimildar þeirra sem tóku og áttu myndirnar.

Starfsmenn BBC Spotlight NI tilkynntu málið til lögreglu í október, um leið og þeir komur á snoðir um málið. Sömuleiðis tilkynntu þeir málið til skólayfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×