Innlent

Athuga grunsamlegar ferðir manns við skólann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stjórnendur skólans biðja foreldra um að hafa samband ef börn þeirra hafa orðið vör við eitthvað.
Stjórnendur skólans biðja foreldra um að hafa samband ef börn þeirra hafa orðið vör við eitthvað. Vísir/Getty
Stjórnendur Hofsstaðaskóla í Garðabæ sendu tölvupóst til foreldra og forráðamanna nemenda í dag vegna ferða manns við skólans.

Vilja stjórnendur skólans athuga ferðir mannsins nánar og verða í samstarfi við lögregluna vegna þess.

Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við skólann ef að börn þeirra hafi orðið vör við eitthvað.

Skólastjórnendur leggja áherslu á að börn séu ekki spurð út í málið að fyrra bragði og að allir haldi ró sinni. Langflestir nemendur hafi ekki orðið varir við neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×