Innlent

Missti ökuréttindi ævilangt í fimmta sinn

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Maðurinn játaði skýlaust brot sín í héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn játaði skýlaust brot sín í héraðsdómi Reykjaness.
Tæplega þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Maðurinn játaði skýlaust brot sín fyrir dómi en honum var gefið að sök að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkniefna síðastliðið vor.

Maðurinn játaði einnig að hafa stolið fjórum DVD-diskum og sælgætispoka úr verslun Hagkaups í Smáralind og vínflösku úr Vínbúðinni við Dalveg. Hefur hann ítrekað gerst sekur um brot á fíkniefnalöggjöf og verið staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna. Hann hefur sex sinnum gengist undir lögreglustjórasátt vegna þess og fjórum sinnum hlotið dóm.

Auk fangelsisvistarinnar var hann í fimmta sinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Manninum var einnig gert að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×