Fagranesinu fræga siglt í San Francisco Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2014 09:30 Gamla Fagranes var í fréttum CBS í San Francisco í vikunni. Skipsheitið er nú skráð Maritol Reykjavik. Síðasta ferjan sem þjónaði sem Djúpbátur á Ísafjarðardjúpi sigldi í fyrsta sinn í rúman áratug í vikunni, að þessu sinni undir vökulum augum sjónvarpsmyndavéla um höfnina í San Francisco í Kaliforníu. Gamla Fagranesið er nefnilega orðið frægt í Ameríku en siglingin var stutt að þessu sinni, aðeins um 45 mínútur, og hafði þann eina tilgang að sýna hafnaryfirvöldum að skipið væri ennþá sjóhæft. Eigendur skipsins höfðu um árabil staðið í deilum við hafnaryfirvöld um legu skipsins í höfninni en þar var það notað fyrst sem lúxusheimili og síðar skrifstofur undir frumkvöðlastarfsemi. Þannig gátu eigendur fyrir tiltölulega lág hafnargjöld, um 180 þúsund krónur á mánuði, notað ferjuna sem stærðar húsnæði í hjarta San Francisco. Í haust sagði Vísir frétt af því að hafnaryfirvöld hefðu krafist þess að gamla Fagranesið viki úr höfninni enda segðu reglur að þar mættu aðeins liggja skip sem væru haffær. Eigendur völdu að lagfæra skipið fyrir tugþúsundir dollara svo það gæti siglt á ný, en bara til að fá stimpilinn, en það var svo strax bundið aftur við bryggjuna.Sjónvarpsstöðin CBS sýndi frá siglingunni og hafði áður sýnt frétt um undirbúning hennar. En það eru ekki bara fjölmiðlar í Kaliforníu sem fjallað hafa um skrautlega sögu gamla Fagraness. Það hefur líka komist á síður New York Times, Forbes og Wall Street Journal. Hér á Íslandi fékk það mesta fréttaumfjöllun þegar það strandaði við Æðey með 230 manns um borð í Jónsmessuferð á laugardagskvöldi sumarið 1996. Sagan í kringum það strand virðist ekki síður hafa verið skrautleg. Tengdar fréttir Gamla Fagranes veldur deilum í San Francisco Gamla Fagranes, síðasta ferjan sem gegndi hlutverki Djúpbáts á Ísafjarðardjúpi, er nú tilefni deilna og blaðaskrifa í San Francisco í Kaliforníu eftir að hafnaryfirvöld kröfðust þess að skipið yrði fjarlægt úr höfninni fyrir næstu mánaðamót 13. október 2013 10:29 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Síðasta ferjan sem þjónaði sem Djúpbátur á Ísafjarðardjúpi sigldi í fyrsta sinn í rúman áratug í vikunni, að þessu sinni undir vökulum augum sjónvarpsmyndavéla um höfnina í San Francisco í Kaliforníu. Gamla Fagranesið er nefnilega orðið frægt í Ameríku en siglingin var stutt að þessu sinni, aðeins um 45 mínútur, og hafði þann eina tilgang að sýna hafnaryfirvöldum að skipið væri ennþá sjóhæft. Eigendur skipsins höfðu um árabil staðið í deilum við hafnaryfirvöld um legu skipsins í höfninni en þar var það notað fyrst sem lúxusheimili og síðar skrifstofur undir frumkvöðlastarfsemi. Þannig gátu eigendur fyrir tiltölulega lág hafnargjöld, um 180 þúsund krónur á mánuði, notað ferjuna sem stærðar húsnæði í hjarta San Francisco. Í haust sagði Vísir frétt af því að hafnaryfirvöld hefðu krafist þess að gamla Fagranesið viki úr höfninni enda segðu reglur að þar mættu aðeins liggja skip sem væru haffær. Eigendur völdu að lagfæra skipið fyrir tugþúsundir dollara svo það gæti siglt á ný, en bara til að fá stimpilinn, en það var svo strax bundið aftur við bryggjuna.Sjónvarpsstöðin CBS sýndi frá siglingunni og hafði áður sýnt frétt um undirbúning hennar. En það eru ekki bara fjölmiðlar í Kaliforníu sem fjallað hafa um skrautlega sögu gamla Fagraness. Það hefur líka komist á síður New York Times, Forbes og Wall Street Journal. Hér á Íslandi fékk það mesta fréttaumfjöllun þegar það strandaði við Æðey með 230 manns um borð í Jónsmessuferð á laugardagskvöldi sumarið 1996. Sagan í kringum það strand virðist ekki síður hafa verið skrautleg.
Tengdar fréttir Gamla Fagranes veldur deilum í San Francisco Gamla Fagranes, síðasta ferjan sem gegndi hlutverki Djúpbáts á Ísafjarðardjúpi, er nú tilefni deilna og blaðaskrifa í San Francisco í Kaliforníu eftir að hafnaryfirvöld kröfðust þess að skipið yrði fjarlægt úr höfninni fyrir næstu mánaðamót 13. október 2013 10:29 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Gamla Fagranes veldur deilum í San Francisco Gamla Fagranes, síðasta ferjan sem gegndi hlutverki Djúpbáts á Ísafjarðardjúpi, er nú tilefni deilna og blaðaskrifa í San Francisco í Kaliforníu eftir að hafnaryfirvöld kröfðust þess að skipið yrði fjarlægt úr höfninni fyrir næstu mánaðamót 13. október 2013 10:29