Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 09:30 Arnar Már Björgvinsson með boltann í fyrri leiknum gegn Inter. vísir/Andri Marinó Stjarnan mætir Inter öðru sinni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á hinum magnaða 80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0 sigur Inter í Laugardalnum í síðustu viku og Garðbæingar eru meðvitaðir um það. „Við ætlum bara að njóta þess að spila þarna. Uppleggið er að koma þeim á óvart og reyna að skora til að búa til leik úr þessu. Það væri algjör draumur að skora fyrsta markið,“ segir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið. Hann var í rútu á leið á San Siro á síðustu æfingu fyrir leik þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. Spennan leyndi sér ekki. „Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar ég var að alast upp þannig að ég hef lengi horft hýru auga til San Siro. Það er bara geðveikt að vera að fara að spila þarna og ég get ekki beðið eftir því að komast út á grasið núna.“ Þrátt fyrir að vera margfalt stærra, ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki almennilega um gesti sína hvað varðar æfingaaðstöðu. „Þeir redduðu okkur einhverjum velli sem var alveg hlægilega lélegur. Við enduðum á að æfa á einhverju gervigrasi við enda vallarins. Ég veit ekki hvað þetta átti að vera. Við redduðum þeim Hlíðarenda þannig að Inter æfði á betri velli á Íslandi en við í Mílanó,“ segir Arnar Már Björgvinsson.Leikur Inter og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45 Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Stjarnan mætir Inter öðru sinni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á hinum magnaða 80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0 sigur Inter í Laugardalnum í síðustu viku og Garðbæingar eru meðvitaðir um það. „Við ætlum bara að njóta þess að spila þarna. Uppleggið er að koma þeim á óvart og reyna að skora til að búa til leik úr þessu. Það væri algjör draumur að skora fyrsta markið,“ segir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið. Hann var í rútu á leið á San Siro á síðustu æfingu fyrir leik þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. Spennan leyndi sér ekki. „Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar ég var að alast upp þannig að ég hef lengi horft hýru auga til San Siro. Það er bara geðveikt að vera að fara að spila þarna og ég get ekki beðið eftir því að komast út á grasið núna.“ Þrátt fyrir að vera margfalt stærra, ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki almennilega um gesti sína hvað varðar æfingaaðstöðu. „Þeir redduðu okkur einhverjum velli sem var alveg hlægilega lélegur. Við enduðum á að æfa á einhverju gervigrasi við enda vallarins. Ég veit ekki hvað þetta átti að vera. Við redduðum þeim Hlíðarenda þannig að Inter æfði á betri velli á Íslandi en við í Mílanó,“ segir Arnar Már Björgvinsson.Leikur Inter og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45 Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Arnar Már klárar líklega tímabilið með Stjörnunni Íhugar alvarlega að hætta við námið í Hollandi og vera áfram á Íslandi. 27. ágúst 2014 14:45
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30