Gabbaður af símaskúrki í nafni Dominos Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. ágúst 2014 11:47 Pétur var í skýjunum þegar hann hélt að hann hefði unnið miða á leikinn, enda mikill körfuknattleiksáhugamaður og leikurinn risastór í sögulegu samhengi. „Maður er bara rosalega ósáttur,“ segir Pétur Orri Gíslason sem fékk símtal í fyrradag úr símanúmeri Domino‘s þar sem honum var tjáð að hann hefði unnið miða á landsleik Íslands og Bosníu í körfubolta sem fór fram í gærkvöld. Pétur sem er mikill körfuboltaáhugamaður var mjög ánægður með að hafa unnið miða á leikinn. „Maður var alveg í skýjunum,“ segir Pétur, en uppselt var á leikinn. Þegar Pétur ætlaði að sækja miðann sem hann vann í gær kom í ljós að hann hafi aldrei unnið í leiknum. Þannig hafði einhver hringt í Pétur úr símanúmeri Domino‘s og logið að honum að hann hefði unnið í Facebook-leiknum. Pétur hafði samband við Domino‘s og rannsakar fyrirtækið nú málið. „Við erum búin að vinna í þessu síðan kvörtunin barst. Við erum í viðskiptum við Símann og þar eru menn búnir að vera að rekja símtalið. Okkur er tjáð að símtalið hafi ekki komið frá okkur. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og munum gera allt til að komast til botns í því,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsfulltrúi fyrirtækisins. Svo virðist sem einhver hafi hringt Í Pétur í gegnum tölvu og náð, með einhverjum búnaði, að láta það líta út þannig að símanúmer Domino‘s hafi komið upp á númerbirtinn á síma hans.Maðurinn var ótrúlega sannfærandi Pétur sýndi blaðamanni farsíma sinn og í yfirliti yfir símtöl sem honum hafa borist sést greinilega að hann fékk símtal úr símanúmerinu 5812345, sem er símanúmer Domino‘s, um hálf níu á þriðjudagskvöld. Það var daginn fyrir leikinn mikilvæga. „Maðurinn sem ég talaði við var ótrúlega sannfærandi. Mér datt aldrei annað í hug en að ég hefði vissulega unnið í leiknum. Ég var spurður hvar ég vildi sækja miðann og ég bað um að sækja hann í Domino‘s í Kringlunni.“ Þegar Pétur mætti þangað í gær greip hann svo í tómt. Engir miðar voru þar. Hann skrifaði skilaboð á Facebook-síðu Domino‘s og rakti þar málið: „Þegar ég kom þangað [í Kringluna] áðan þá var mér sagt að þar væru engir miðar og þeir væru upp í Breiðholti á skrifstofunni. Þegar ég hringi svo í Domino‘s til þess að athuga þetta nánar þá fæ ég að tala við mann sem segir að ég hafi ekki unnið miðann.“ Nú voru góð ráð dýr. Þegar Pétur fékk að vita að hann vann ekki miðana voru tæpir tveir klukkutímar í leik Íslands og Bosníu. Pétri tókst þó, í gegnum krókaleiðir að ná í miða á leikinn. „Það hefði verið ömurlegt ef ég hefði misst af leiknum. Mér finnst þetta fyrst og fremst vera stórfurðulegt mál. Ég geri mér í raun enga grein fyrir því hvernig þetta getur gerst og bara skil þetta frekar illa,“ útskýrir Pétur Orri.Við viljum komast til botns í þessu máli Hjá Domino‘s eru menn jafn hissa og Pétur Orri yfir þessu máli. „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál,“ segir Anna Fríða Gísladóttir markaðsfulltrúi og bætir við: „Okkur þykir þetta ótrúlega leiðinlegt.“ „Við erum búin að vera í allan morgun að reyna að komast að því hvaðan símtalið kom og höfum fengið það staðfest frá Símanum að símtalið kom ekki frá okkur,“ útskýrir Anna. Sá sem hringdi í Pétur sagðist heita Sigmar, en að sögn Önnu er enginn Sigmar starfandi í símaveri fyrirtækisins. Það vekur óneitanlega athygli í málinu að sá sem hringdi hafði vitneskju um að Pétur Orri hafi tekið þátt í Facebook-leiknum. Anna segir að sér þyki það súrt að hafa ekki getað reddað Pétri miða á leikinn í gær. „Fyrirvarinn var bara of stuttur. Við hefðum auðvitað viljað að hann fengi miða frá okkur.“ Starfsmenn Domino‘s munu halda áfram að rannsaka málið. „Við kærum okkur ekki um að einhver sé að hringja og hrella viðskiptavini okkar. Okkur þykir þetta ótrúlega leiðinlegt. Við erum með þessa Facebook-leiki til að gleðja fólk og svona hrekkir gleðja engan.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
„Maður er bara rosalega ósáttur,“ segir Pétur Orri Gíslason sem fékk símtal í fyrradag úr símanúmeri Domino‘s þar sem honum var tjáð að hann hefði unnið miða á landsleik Íslands og Bosníu í körfubolta sem fór fram í gærkvöld. Pétur sem er mikill körfuboltaáhugamaður var mjög ánægður með að hafa unnið miða á leikinn. „Maður var alveg í skýjunum,“ segir Pétur, en uppselt var á leikinn. Þegar Pétur ætlaði að sækja miðann sem hann vann í gær kom í ljós að hann hafi aldrei unnið í leiknum. Þannig hafði einhver hringt í Pétur úr símanúmeri Domino‘s og logið að honum að hann hefði unnið í Facebook-leiknum. Pétur hafði samband við Domino‘s og rannsakar fyrirtækið nú málið. „Við erum búin að vinna í þessu síðan kvörtunin barst. Við erum í viðskiptum við Símann og þar eru menn búnir að vera að rekja símtalið. Okkur er tjáð að símtalið hafi ekki komið frá okkur. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og munum gera allt til að komast til botns í því,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsfulltrúi fyrirtækisins. Svo virðist sem einhver hafi hringt Í Pétur í gegnum tölvu og náð, með einhverjum búnaði, að láta það líta út þannig að símanúmer Domino‘s hafi komið upp á númerbirtinn á síma hans.Maðurinn var ótrúlega sannfærandi Pétur sýndi blaðamanni farsíma sinn og í yfirliti yfir símtöl sem honum hafa borist sést greinilega að hann fékk símtal úr símanúmerinu 5812345, sem er símanúmer Domino‘s, um hálf níu á þriðjudagskvöld. Það var daginn fyrir leikinn mikilvæga. „Maðurinn sem ég talaði við var ótrúlega sannfærandi. Mér datt aldrei annað í hug en að ég hefði vissulega unnið í leiknum. Ég var spurður hvar ég vildi sækja miðann og ég bað um að sækja hann í Domino‘s í Kringlunni.“ Þegar Pétur mætti þangað í gær greip hann svo í tómt. Engir miðar voru þar. Hann skrifaði skilaboð á Facebook-síðu Domino‘s og rakti þar málið: „Þegar ég kom þangað [í Kringluna] áðan þá var mér sagt að þar væru engir miðar og þeir væru upp í Breiðholti á skrifstofunni. Þegar ég hringi svo í Domino‘s til þess að athuga þetta nánar þá fæ ég að tala við mann sem segir að ég hafi ekki unnið miðann.“ Nú voru góð ráð dýr. Þegar Pétur fékk að vita að hann vann ekki miðana voru tæpir tveir klukkutímar í leik Íslands og Bosníu. Pétri tókst þó, í gegnum krókaleiðir að ná í miða á leikinn. „Það hefði verið ömurlegt ef ég hefði misst af leiknum. Mér finnst þetta fyrst og fremst vera stórfurðulegt mál. Ég geri mér í raun enga grein fyrir því hvernig þetta getur gerst og bara skil þetta frekar illa,“ útskýrir Pétur Orri.Við viljum komast til botns í þessu máli Hjá Domino‘s eru menn jafn hissa og Pétur Orri yfir þessu máli. „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál,“ segir Anna Fríða Gísladóttir markaðsfulltrúi og bætir við: „Okkur þykir þetta ótrúlega leiðinlegt.“ „Við erum búin að vera í allan morgun að reyna að komast að því hvaðan símtalið kom og höfum fengið það staðfest frá Símanum að símtalið kom ekki frá okkur,“ útskýrir Anna. Sá sem hringdi í Pétur sagðist heita Sigmar, en að sögn Önnu er enginn Sigmar starfandi í símaveri fyrirtækisins. Það vekur óneitanlega athygli í málinu að sá sem hringdi hafði vitneskju um að Pétur Orri hafi tekið þátt í Facebook-leiknum. Anna segir að sér þyki það súrt að hafa ekki getað reddað Pétri miða á leikinn í gær. „Fyrirvarinn var bara of stuttur. Við hefðum auðvitað viljað að hann fengi miða frá okkur.“ Starfsmenn Domino‘s munu halda áfram að rannsaka málið. „Við kærum okkur ekki um að einhver sé að hringja og hrella viðskiptavini okkar. Okkur þykir þetta ótrúlega leiðinlegt. Við erum með þessa Facebook-leiki til að gleðja fólk og svona hrekkir gleðja engan.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira