Eiður enn inn í myndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Bræðurnir Aron Einar Gunnarsson og Arnór Þór Gunnarsson. Fréttablaðið/Daníel „Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
„Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira