Erlent

Hershöfðingi fékk 96,9 prósent atkvæða í Egyptalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Egypski hershöfðinginn Abdul Fattah al-Sisi fékk 96,9 prósent greiddra atkvæða í forsetakosningunum í Egyptalandi í síðustu viku. Eftir að tölurnar voru kynntar í dag hvatti Sisi íbúa Egyptalands til að vinna að því að endurvekja stöðugleika og frið í landinu. Kjörsókn var 47,45 prósent.

Hann sagðist vilja frelsi og félagslegt réttlæti fyrir íbúa Egyptalands.

Sisi velti forsetanum Mohammed Morsi úr sessi í júlí í fyrra og síðan þá hefur hann háð mikla baráttu gegn múslímska bræðralaginu, sem kallaði kosningarnar „kosningar blóðs“.

Fjallað er um niðurstöður kosninganna á vef BBC. Þar segir að blaðamenn og embættismenn hafi fagnað gífurlega þegar niðurstöðurnar voru kynntar og byrjað að dansa.

Í ræðu sem var sjónvarpað í dag þakkaði Sisi kjósendum og sagðist vonast til þess að vera traust þeirra verðugur. Hann lofaði þess að byggja upp öryggi í landinu, en fjöldi manns hefur fallið í átökum í landinu undanfarina ellefu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×