Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 19:14 „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“ Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“
Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38