Innlent

„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,  neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld þegar hún, Vigdís Hauksdóttir og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir kíktu við í partýi hjá hagfræði-og stjórnmálafræðinemum.

Myndband af nokkurs konar uppistandi stjórnmálakvennanna í partýinu hefur farið eins og eldur í sinu um internetið.

„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin. [...] Ætli ég hafi ekki verið búin að drekka tvö hvítvínsglös,“ sagði Guðfinna í samtali við Harmageddon í morgun. Hún segir að Sveinbjörg hafi verið bláedrú og þær hafi bara verið að gera grín að sjálfum sér og umræðunni sem var í vor.

„Ég hef bara svona kaldhæðnislegan og andstyggilegan húmor, því miður,“ sagði Guðfinna jafnframt. Aðspurð sagði hún að framkoma hennar, Sveinbjargar og Vigdísar væri ekki á gráu svæði.

Aftur móti setur hún spurningamerki við það á hvaða stað við séum komin þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi úti í bæ en segir þó að hún sé ekkert að missa svefn yfir uppákomunni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.