Íslendingar í sex neðstu liðum sænsku úrvalsdeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 23:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad eru í sjötta neðsta sæti en þó í fínum málum. mynd/hbk.se Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira