Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum Hrund Þórsdóttir skrifar 9. mars 2014 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Halldóru Víðisdóttur, sem missti systur sína úr krabbameini. Halldóra er formaður Krafts og ætlar félagið að stofna sjóð sem mun styðja fjárhagslega við unga krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. „Við erum með mörg dæmi hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu þar sem við sjáum að fólk lendir oft í mjög alvarlegri stöðu fjárhagslega þegar það greinist með krabbamein,“ segir Halldóra. Sem dæmi má nefna 35 ára konu sem lokið hefur krabbameinsmeðferð en er í eftirfylgni og greiddi nær þrjátíu þúsund krónur vegna hennar fyrstu tvo mánuði ársins. Hún hefur ekki getað unnið og þarf að sleppa úrræðum sem í boði eru vegna kostnaðar. Hún sér fram á svipaðar greiðslur áfram.Bjarki Már Sigvaldason þekkir þetta af eigin raun. 25 ára greindist hann með ristilkrabbamein í árslok 2012 og síðar meinvörp í lungum og er hann á lokastigi krabbameins. Frá byrjun síðasta árs hefur beinn kostnaður hans vegna sjúkdómsins verið um átta hundruð þúsund krónur og er það fyrir utan óbeinan kostnað við til dæmis ferðir og breytt mataræði. „Þar við bætist svo auðvitað tekjumissir hjá mér og maka mínum,“ segir Bjarki. Hann og kærasta hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, leigðu íbúð tvö saman en réðu ekki lengur við það vegna veikinda hans. Úr varð að þau og nánasta fjölskylda Bjarka sögðu upp íbúðum sínum og búa nú saman. Þá hefur vinnuveitandi Bjarka reynst vel auk þess sem fótboltafélagar hans í HK söfnuðu hárri upphæð. „Ég er búnn að fá mikla hjálp og án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta,“ segir Bjarki. Þau Ástrós eiga ekki börn og Bjarki getur ekki ímyndað sér hvernig til dæmis einstæðir foreldrar geti tekist á við kostnaðinn sem fylgi krabbameini. „Það er auðvitað mikið álag að vera veikur og fara í gegnum þetta, en að þurfa svo að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir hann og Ástrós tekur undir. „Ég man bara eftir því þegar við vorum á spítalanum og heimabankinn var bara rauður, það var allt rautt þar því ég gat ekkert unnið,“ segir hún. „Það er auðvitað mjög óþægilegt og hræðileg tilfinning að vita til þess að maður hefur ekki einu sinni efni á lyfjunum. Án þessarar aðstoðar sem við fengum frá HK og fleirum hefði ég farið á hausinn. Ég hefði samt gefið allt til að geta bara verið hjá Bjarka." Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Krafts og er reikningsnúmer sjóðsins 327-26-112233 og kennitalan 571199-3009. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Halldóru Víðisdóttur, sem missti systur sína úr krabbameini. Halldóra er formaður Krafts og ætlar félagið að stofna sjóð sem mun styðja fjárhagslega við unga krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. „Við erum með mörg dæmi hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu þar sem við sjáum að fólk lendir oft í mjög alvarlegri stöðu fjárhagslega þegar það greinist með krabbamein,“ segir Halldóra. Sem dæmi má nefna 35 ára konu sem lokið hefur krabbameinsmeðferð en er í eftirfylgni og greiddi nær þrjátíu þúsund krónur vegna hennar fyrstu tvo mánuði ársins. Hún hefur ekki getað unnið og þarf að sleppa úrræðum sem í boði eru vegna kostnaðar. Hún sér fram á svipaðar greiðslur áfram.Bjarki Már Sigvaldason þekkir þetta af eigin raun. 25 ára greindist hann með ristilkrabbamein í árslok 2012 og síðar meinvörp í lungum og er hann á lokastigi krabbameins. Frá byrjun síðasta árs hefur beinn kostnaður hans vegna sjúkdómsins verið um átta hundruð þúsund krónur og er það fyrir utan óbeinan kostnað við til dæmis ferðir og breytt mataræði. „Þar við bætist svo auðvitað tekjumissir hjá mér og maka mínum,“ segir Bjarki. Hann og kærasta hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, leigðu íbúð tvö saman en réðu ekki lengur við það vegna veikinda hans. Úr varð að þau og nánasta fjölskylda Bjarka sögðu upp íbúðum sínum og búa nú saman. Þá hefur vinnuveitandi Bjarka reynst vel auk þess sem fótboltafélagar hans í HK söfnuðu hárri upphæð. „Ég er búnn að fá mikla hjálp og án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta,“ segir Bjarki. Þau Ástrós eiga ekki börn og Bjarki getur ekki ímyndað sér hvernig til dæmis einstæðir foreldrar geti tekist á við kostnaðinn sem fylgi krabbameini. „Það er auðvitað mikið álag að vera veikur og fara í gegnum þetta, en að þurfa svo að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir hann og Ástrós tekur undir. „Ég man bara eftir því þegar við vorum á spítalanum og heimabankinn var bara rauður, það var allt rautt þar því ég gat ekkert unnið,“ segir hún. „Það er auðvitað mjög óþægilegt og hræðileg tilfinning að vita til þess að maður hefur ekki einu sinni efni á lyfjunum. Án þessarar aðstoðar sem við fengum frá HK og fleirum hefði ég farið á hausinn. Ég hefði samt gefið allt til að geta bara verið hjá Bjarka." Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Krafts og er reikningsnúmer sjóðsins 327-26-112233 og kennitalan 571199-3009.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira