Enski boltinn

Agger saknar Liverpool meira en hann reiknaði með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger.
Daniel Agger. Vísir/Getty
Daniel Agger, fyrrum varafyrirliði Liverpool, var meðal áhorfenda á leik Liverpool og Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann sá sína gömlu félaga vinna 4-1 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum.

Daniel Agger yfirgaf Liverpool í haust og gerði tveggja ára samning við danska liðið Bröndby en hann spilaði 232 leiki fyrir Liverpool frá 2006 til 2014. Agger lék með Bröndby áður en hann fór í víking til Liverpool.

„Ég sakna Liverpool meira en ég reiknaði með. Það hefur verið gott fyrir mig að koma aftur til Liverpool, til borgarinnar sem var svona góð við mig. Ég var hér í næstum því níu ár og það er gott að koma til baka. Ég hef virkilega saknað þess að vera hér," sagði Daniel Agger í viðtali við LFCTV.

Daniel Agger er mikill Liverpool-maður sem sést á því að hann lét húðflúra stafina á YNWA á hnúana á hægri hendi. YNWA stendur fyrir „You'll Never Walk Alone" sem er söngur stuðningsfólks Liverpool FC.

Það er hægt að sjá allt viðtalið við Daniel Agger á heimasíðu Liverpool.





Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×