Florentino Perez, forseti Real Madrid, á erfitt með að ímynda sér að félagið muni selja Gareth Bale á næstunni.
Bale hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu og spænskir fjölmiðlar hafa nefnt að David de Gea, markvörður enska liðsins, fari hina leiðina.
Perez segir þó að félagið sé ekki reiðubúið að missa Walesverjann öfluga. „Ég get ekki ímyndað mér Real Madrid án Bale. Við myndum aldrei hlusta á tilboð í hann, óháð því hversu hátt tilboð berst.“
„Þetta er einstakur leikmaður sem hefur þegar gefið okkur mikið og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir framtíðina.“
Bale er ekki til sölu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
