Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 20:00 Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00