Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 20:00 Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00