„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:42 Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar gaf í dag skýrslu í meiðyrðamáli sem Gunnar í Krossinum höfðaði gegn honum og öðrum. Vísir/GVA „Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
„Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50