Forstjóri Landspítalans: Þrengslin á spítalanum ekki boðleg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2014 15:16 vísir/gva Mósasýking er komin upp í þriðja sinn á þessu ári á Landspítalanum. Mikið álag hefur því verið á starfsmönnum smitsjúkdómadeildar og smitsjúkdómavarna, einna helst í ljósi þess að mikill þungi hefur verið í undirbúningi viðbragðsáætlunar Landspítala vegna ebólu. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir mósasýkingu í eðli sínu afar erfiða viðureignar og sérstaklega mikilvægt að halda henni í skefjum vegna þess hve hættuleg hún er veiku fólki. „Sýking af þessu tagi skapar mikið óhagræði og álag á viðkomandi deild þar sem í raun þyrfti að loka henni og þrífa hana,“skrifar Páll. Þá segir hann aðstæður Landspítalans hvað varðar legurými og húsakost vera með þeim hætti að afar erfitt sé að glíma við þennan vágest með fullnægjandi hætti, þar sem ekki sé hægt að loka hverju einasta plássi. Hvað þá heilu og hálfu deildunum. „Þrengsli þau sem veiku fólki er boðið upp á hér á Landspítala eru ekki boðleg eins og sést vel þegar álag eykst - en það eru því miður ekki ný tíðindi.“ Mósa (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) er baktería sem er að hluta til ónæm fyrir sýklalyfjum. Hún er ekki hættuleg hraustum einstaklingum en getur haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem eru veikir fyrir. Bakterían er að mestu einkennalaus og algengt er að fólk beri hana í nefi eða á húð án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða viðkvæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Bakterían berst oftast á milli manna með snertingu. Tengdar fréttir Smitsjúkdómadeild lokað vegna mósa Mósa-smit greindist á deild A-7 á Landspítalanum. Loka þarf deildinni og flytja til sjúklinga á meðan hún er hreinsuð. Setur alla starfsemi spítalans í uppnám. 17. október 2014 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Mósasýking er komin upp í þriðja sinn á þessu ári á Landspítalanum. Mikið álag hefur því verið á starfsmönnum smitsjúkdómadeildar og smitsjúkdómavarna, einna helst í ljósi þess að mikill þungi hefur verið í undirbúningi viðbragðsáætlunar Landspítala vegna ebólu. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir mósasýkingu í eðli sínu afar erfiða viðureignar og sérstaklega mikilvægt að halda henni í skefjum vegna þess hve hættuleg hún er veiku fólki. „Sýking af þessu tagi skapar mikið óhagræði og álag á viðkomandi deild þar sem í raun þyrfti að loka henni og þrífa hana,“skrifar Páll. Þá segir hann aðstæður Landspítalans hvað varðar legurými og húsakost vera með þeim hætti að afar erfitt sé að glíma við þennan vágest með fullnægjandi hætti, þar sem ekki sé hægt að loka hverju einasta plássi. Hvað þá heilu og hálfu deildunum. „Þrengsli þau sem veiku fólki er boðið upp á hér á Landspítala eru ekki boðleg eins og sést vel þegar álag eykst - en það eru því miður ekki ný tíðindi.“ Mósa (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) er baktería sem er að hluta til ónæm fyrir sýklalyfjum. Hún er ekki hættuleg hraustum einstaklingum en getur haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem eru veikir fyrir. Bakterían er að mestu einkennalaus og algengt er að fólk beri hana í nefi eða á húð án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða viðkvæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Bakterían berst oftast á milli manna með snertingu.
Tengdar fréttir Smitsjúkdómadeild lokað vegna mósa Mósa-smit greindist á deild A-7 á Landspítalanum. Loka þarf deildinni og flytja til sjúklinga á meðan hún er hreinsuð. Setur alla starfsemi spítalans í uppnám. 17. október 2014 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Smitsjúkdómadeild lokað vegna mósa Mósa-smit greindist á deild A-7 á Landspítalanum. Loka þarf deildinni og flytja til sjúklinga á meðan hún er hreinsuð. Setur alla starfsemi spítalans í uppnám. 17. október 2014 07:00