Smitsjúkdómadeild lokað vegna mósa Hanna Ólafsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum segir mósa-smitið setja alla starfsemi spítalans í uppnám. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Unnið er að því að loka smitsjúkdómadeild A-7 á Landspítalanum í Fossvogi eftir að mósa-baktería greindist á deildinni. Sjúklingar sem lágu á deildinni hafa verið lagðir inn á aðrar deildir spítalans en einnig hefur þurft að bregða á það ráð að flytja sjúklinga á sjúkrahús á Akranesi, í Reykjanesbæ og á Selfossi vegna plássleysis á Landspítalanum. Deildin þar sem mósa-smitið kom upp þarf að vera lokuð í að minnsta kosti fjóra daga á meðan hún er hreinsuð og ekki er hægt að leggja inn nýja sjúklinga á meðan. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir mósa-smitið setja alla starfsemi spítalans í uppnám. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við höfum ekki nægt pláss á spítalanum til að tæma deildina alveg af sjúklingum. Rúmanýting á Landspítalanum er gjarnan 90 til 100%. Rúmanýting á svona spítala á að vera 75 til 80% eða þar um bil. Við höfum margoft bent á að svona getur þetta ekki gengið, þar sem ekkert svigrúm er til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Og það er þannig í rekstri á stóru sjúkrahúsi að það kemur alltaf eitthvað óvænt upp á.“ Mósa (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) er baktería sem er að hluta til ónæm fyrir sýklalyfjum. Hún er ekki hættuleg hraustum einstaklingum en getur haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem eru veikir fyrir. Bakterían er að mestu einkennalaus og algengt er að fólk beri hana í nefi eða á húð án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða viðkvæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Bakterían berst oftast á milli manna með snertingu. Þetta er í þriðja sinn sem mósa-smit kemur upp á Landspítalanum á þessu ári. Aðspurður segir Ólafur bakteríuna hafa greinst bæði í umhverfi á deildinni en einnig á sjúklingum. Hún hafi þó ekki orðið til þess að heilsu sjúklinga hrakaði frekar. Að sögn Ólafs bráðvantar nýjar byggingar fyrir spítalann svo hægt sé að komast hjá þessum vanda, en mósa-smit kemur upp á Landspítalanum nokkrum sinnum á ári. Hann segir mósa-smit gríðarlega erfitt viðureignar og kostnaðarsamt. Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum þar sem mósa hefur ekki náð fótfestu inni á spítölum og segir Ólafur að mikil vinna sé lögð í að svo verði áfram. „Að halda uppi slíkum gæðum kostar mikla fyrirhöfn og þrengslin á spítalanum gera okkur mjög erfitt fyrir.“ Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Unnið er að því að loka smitsjúkdómadeild A-7 á Landspítalanum í Fossvogi eftir að mósa-baktería greindist á deildinni. Sjúklingar sem lágu á deildinni hafa verið lagðir inn á aðrar deildir spítalans en einnig hefur þurft að bregða á það ráð að flytja sjúklinga á sjúkrahús á Akranesi, í Reykjanesbæ og á Selfossi vegna plássleysis á Landspítalanum. Deildin þar sem mósa-smitið kom upp þarf að vera lokuð í að minnsta kosti fjóra daga á meðan hún er hreinsuð og ekki er hægt að leggja inn nýja sjúklinga á meðan. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir mósa-smitið setja alla starfsemi spítalans í uppnám. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við höfum ekki nægt pláss á spítalanum til að tæma deildina alveg af sjúklingum. Rúmanýting á Landspítalanum er gjarnan 90 til 100%. Rúmanýting á svona spítala á að vera 75 til 80% eða þar um bil. Við höfum margoft bent á að svona getur þetta ekki gengið, þar sem ekkert svigrúm er til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Og það er þannig í rekstri á stóru sjúkrahúsi að það kemur alltaf eitthvað óvænt upp á.“ Mósa (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) er baktería sem er að hluta til ónæm fyrir sýklalyfjum. Hún er ekki hættuleg hraustum einstaklingum en getur haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem eru veikir fyrir. Bakterían er að mestu einkennalaus og algengt er að fólk beri hana í nefi eða á húð án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða viðkvæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Bakterían berst oftast á milli manna með snertingu. Þetta er í þriðja sinn sem mósa-smit kemur upp á Landspítalanum á þessu ári. Aðspurður segir Ólafur bakteríuna hafa greinst bæði í umhverfi á deildinni en einnig á sjúklingum. Hún hafi þó ekki orðið til þess að heilsu sjúklinga hrakaði frekar. Að sögn Ólafs bráðvantar nýjar byggingar fyrir spítalann svo hægt sé að komast hjá þessum vanda, en mósa-smit kemur upp á Landspítalanum nokkrum sinnum á ári. Hann segir mósa-smit gríðarlega erfitt viðureignar og kostnaðarsamt. Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum þar sem mósa hefur ekki náð fótfestu inni á spítölum og segir Ólafur að mikil vinna sé lögð í að svo verði áfram. „Að halda uppi slíkum gæðum kostar mikla fyrirhöfn og þrengslin á spítalanum gera okkur mjög erfitt fyrir.“
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira