Erlent

Enn mikil hætta á að Ebólan breiðist út

Visir/AFP
Enn er mikil hætta á því að Ebólufaraldurinn sem geisað hefur í vestur Afríku síðustu mánuði breiði úr sér til annarra ríkja og annarra heimsálfa. Þetta fullyrðir Tony Banbury, sem fer fyrir viðbragðsteymi Sameinuðu þjóðanna sem skipuleggur aðgerðir til að hemja faraldurinn.

Hann segir að markmiðum í baráttunni hafi ekki verið náð fyrir tilsettan tíma og því sé mikið verk enn óunnið. Fyrir tveimur mánuðum settu menn sér þau markmið að í desember hefði sjötíu prósentum smitaðra verið komið undir læknishendur og sjötíu prósentum látinna verið fundinn grafarstaður. Það hefur enn ekki tekist að fullu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×