Innlent

Fagnar áhuga Sjálfstæðisflokksins á kynbundnum launamun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi VG
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi VG Vísir/Anton
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ekki rétt að setja gagnrýni á skipun formanna í stærstu ráð borgarinnar í samhengi við kynbundinn launamun. Þetta kemur fram í skriflegu svari til Vísis. Sömu álagsgreiðslur séu greiddar fyrir formennsku í ráðum í flokki 1 og 2, þ.e. 25% álag á grunnlaun borgarfulltrúa. Því séu áhyggjur Sjálfstæðisflokksins í þessu sambandi óþarfar þar sem 5 konur og 5 karlar gegni formennsku í þeim 10 ráðum sem falla í flokk 1 og 2.



Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Júlíus Vífill meirihlutann ekki senda konum í borgarstjórn góð skilaboð með skipun í formennsku stærstu ráðanna þar sem konur fái með því minni hlutverk og minni ábyrgð innan stjórnkerfisins. 

Sóley segir það umhugsunarefni hvernig kynjaskiptingu sé háttað út frá stærð og umfangi ráðanna, og það sé eitthvað sem meirihlutinn geti tekið til sín. Forseti borgarstjórnar gleðst þó sérstaklega yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn veki athygli á kynbundnum launamun og hún bindur „vonir við að það leiði til jafnra álagsgreiðslna meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.“


Tengdar fréttir

Aðeins ein kona formaður

Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir að aðeins ein kona gegni í formennsku í fimm af stærstu ráðum Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×