"Við getum ekki bara látið fólk deyja og látið eins og ekkert sé“ Hrund Þórsdóttir skrifar 3. september 2014 19:00 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um lést Pétur Pétursson þann sjöunda janúar síðastliðinn, rúmri viku eftir að honum var gefinn rangur lyfjaskammtur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Um mjög sterk morfínlyf var að ræða og fékk Pétur um tuttugu sinnum meira af lyfinu en hann átti að þola. Landlæknisembættið rannsakaði atburðinn og hefur fréttastofa niðurstöðuskýrsluna undir höndum. Þar segir að afar ólíklegt verði að telja að orsakasamhengi hafi verið á milli hinnar röngu lyfjagjafar og andláts Péturs. Engar skýringar eru þó gefnar á þessari niðurstöðu og heldur ekki á þeirri staðreynd að Pétri var aldrei gefið mótefni sem þó var til staðar. „Það kemur ekkert fram í skýrslunni hvað gerðist. Þetta er allt mjög loðið og þar eru engin svör. Það er eins og hann hafi bara dáið eins og það sé engin ástæða fyrir því,“ segir Maríus Sævar Pétursson, sonur Péturs heitins.Gjöf mótefnis fyrirskipuð Fréttastofa ræddi við lækni Péturs á Garðvangi. Hann undrast niðurstöðurnar og telur andlátið vissulega tengjast lyfjagjöfinni. Hann staðfestir að hafa fyrirskipað gjöf mótefnisins strax eftir atvikið og hefur engar skýringar fengið á því af hverju þau tilmæli voru hunsuð. Fleiri læknar sem fréttastofa hefur rætt við segja að gefa hefði átt mótefnið og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði hefur sagt óvenjulegt að gefa það ekki. Mótefnið var til staðar í sjúkrabílnum sem sótti Pétur og flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en var ekki notað. „Það er bara óskiljanlegt,“ segir Maríus Sævar. „Allir sem þekkja til eru sammála um það.“ Fjölskylda Péturs leggur ekki trúnað á að engin tengsl hafi verið milli lyfjagjafarinnar og andlátsins enda hafi hún fylgst með heilsu hans hraka hratt eftir að lyfin fóru að virka. „Við vitum betur. Það er búið að lýsa þessu öllu fyrir okkur, bæði læknirinn á Garðvangi og fleiri sem voru þarna. Þetta átti ekkert að gerast. Hann var frískur og lyfjagjöfin var klárlega ástæðan. Hann fékk ekki rétta meðhöndlun,“ segir Maríus Sævar. Í fyrstu málsgrein tíundu greinar laga um landlækni og lýðheilsu segir að þeim sem veiti heilbrigðisþjónustu beri að tilkynna landlækni án tafar um óvænt atvik sem valdið geti sjúklingi alvarlegu tjóni. Atvikið var þó ekki tilkynnt landlækni fyrr en Pétur lést, eða rúmri viku eftir eftir að það átti sér stað. Þá var það ekki tilkynnt lögreglu, eins og lög um dánarvottorð segja fyrir um.Fjölskyldan óskar eftir skýringum „Við hringdum í landlækni og hann lofaði okkur svörum en síðan hefur hann ekkert haft samband við okkur,“ segir Maríus Sævar. Ættingjar Péturs velta fyrir sér hvort verið sé að fela óþægilegt mál. Þeir vilja að mistökin verði viðurkennd, í von um að þau endurtaki sig ekki. „Við getum ekki bara látið fólk deyja og látið eins og ekkert sé. Fólk getur gert mistök og það er allt í lagi, en við verðum líka að læra af þeim,“ segir hann. Hvorki náðist í landlækni né yfirlækni Eitrunarmiðstöðvar vegna málsins í dag. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. 11. maí 2014 00:01 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um lést Pétur Pétursson þann sjöunda janúar síðastliðinn, rúmri viku eftir að honum var gefinn rangur lyfjaskammtur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Um mjög sterk morfínlyf var að ræða og fékk Pétur um tuttugu sinnum meira af lyfinu en hann átti að þola. Landlæknisembættið rannsakaði atburðinn og hefur fréttastofa niðurstöðuskýrsluna undir höndum. Þar segir að afar ólíklegt verði að telja að orsakasamhengi hafi verið á milli hinnar röngu lyfjagjafar og andláts Péturs. Engar skýringar eru þó gefnar á þessari niðurstöðu og heldur ekki á þeirri staðreynd að Pétri var aldrei gefið mótefni sem þó var til staðar. „Það kemur ekkert fram í skýrslunni hvað gerðist. Þetta er allt mjög loðið og þar eru engin svör. Það er eins og hann hafi bara dáið eins og það sé engin ástæða fyrir því,“ segir Maríus Sævar Pétursson, sonur Péturs heitins.Gjöf mótefnis fyrirskipuð Fréttastofa ræddi við lækni Péturs á Garðvangi. Hann undrast niðurstöðurnar og telur andlátið vissulega tengjast lyfjagjöfinni. Hann staðfestir að hafa fyrirskipað gjöf mótefnisins strax eftir atvikið og hefur engar skýringar fengið á því af hverju þau tilmæli voru hunsuð. Fleiri læknar sem fréttastofa hefur rætt við segja að gefa hefði átt mótefnið og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði hefur sagt óvenjulegt að gefa það ekki. Mótefnið var til staðar í sjúkrabílnum sem sótti Pétur og flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en var ekki notað. „Það er bara óskiljanlegt,“ segir Maríus Sævar. „Allir sem þekkja til eru sammála um það.“ Fjölskylda Péturs leggur ekki trúnað á að engin tengsl hafi verið milli lyfjagjafarinnar og andlátsins enda hafi hún fylgst með heilsu hans hraka hratt eftir að lyfin fóru að virka. „Við vitum betur. Það er búið að lýsa þessu öllu fyrir okkur, bæði læknirinn á Garðvangi og fleiri sem voru þarna. Þetta átti ekkert að gerast. Hann var frískur og lyfjagjöfin var klárlega ástæðan. Hann fékk ekki rétta meðhöndlun,“ segir Maríus Sævar. Í fyrstu málsgrein tíundu greinar laga um landlækni og lýðheilsu segir að þeim sem veiti heilbrigðisþjónustu beri að tilkynna landlækni án tafar um óvænt atvik sem valdið geti sjúklingi alvarlegu tjóni. Atvikið var þó ekki tilkynnt landlækni fyrr en Pétur lést, eða rúmri viku eftir eftir að það átti sér stað. Þá var það ekki tilkynnt lögreglu, eins og lög um dánarvottorð segja fyrir um.Fjölskyldan óskar eftir skýringum „Við hringdum í landlækni og hann lofaði okkur svörum en síðan hefur hann ekkert haft samband við okkur,“ segir Maríus Sævar. Ættingjar Péturs velta fyrir sér hvort verið sé að fela óþægilegt mál. Þeir vilja að mistökin verði viðurkennd, í von um að þau endurtaki sig ekki. „Við getum ekki bara látið fólk deyja og látið eins og ekkert sé. Fólk getur gert mistök og það er allt í lagi, en við verðum líka að læra af þeim,“ segir hann. Hvorki náðist í landlækni né yfirlækni Eitrunarmiðstöðvar vegna málsins í dag.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. 11. maí 2014 00:01 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00
Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. 11. maí 2014 00:01
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00
Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00
Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00