Innlent

Róa frá Færeyjum á viku

Bjarki Ármannsson skrifar
Áhöfnina síðasta legginn til Íslands skipa Kjartan Jakob Hauksson skipstjóri, Svanur Wilcox, Hálfdán Freyr Örnólfsson og Ingvar Ágúst Þórisson.
Áhöfnina síðasta legginn til Íslands skipa Kjartan Jakob Hauksson skipstjóri, Svanur Wilcox, Hálfdán Freyr Örnólfsson og Ingvar Ágúst Þórisson. Mynd/Aðsend
Úthafsróðrarbáturinn Auður er lagður af stað til Íslands frá Færeyjum og er áætlað að lokaspretturinn taki um viku ef allt gengur upp. Þetta er talið vera í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem báti er róið alla leiðina frá meginlandi Evrópu til Íslands en Auður reði í fyrra frá Noregi til Orkneyja og Færeyja.

Sjóleiðin milli Færeyja og Íslands er ríflega 240 sjómílur. Áætlaður lendingarstaður gæti breyst eftir straumum en áhöfn Auðar stefnir á að koma til hafnar á Höfn í Hornafirði eða Djúpavogi.

Áhöfnina síðasta legginn til Íslands skipa Kjartan Jakob Hauksson skipstjóri, Svanur Wilcox, Hálfdán Freyr Örnólfsson og Ingvar Ágúst Þórisson. Auður verður mögulega ekki eini litli báturinn á sjóleiðinni milli Færeyja og Íslands en bandaríski ævintýramaðurinn Chris Duff hyggst halda einnig leiðangri sínum frá Færeyjum áfram nú um helgina. Duff hóf leiðangur sinn í Skotlandi árið 2011, hann er einn á ferð á ferð og notast við árar, en auk þess segl og flugdreka og því ekki í keppni við áhöfnina á Auði um að verða fyrstur til að róa til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×