Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 20:58 Indriði Sigurðsson. Mynd/KSÍ/Hlmar Þór Guðmundsson Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira